Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar 24. apríl 2025 13:00 Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir. Grundarhverfi og Kjalarnes sé með augum teiknara.Rán Flygenring Ágæti íbúi í Grundarhverfi og nágrenni; Hvernig vilt þú að hverfið þitt þróist og vaxi á næstu árum? Og hvernig er hægt að gera Grundarhverfið enn betra hverfi fyrir þig og fjölskyldu þína? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður velt upp á samráðsdögum í Klébergsskóla á Kjalarnesi dagana 29. til 30. apríl næstkomandi. Þessir samráðsdagar eru til þess að undirbúa endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness og gerð hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni. Byggðin undir Esjuhlíðum Þó byggðin í Grundarhverfi sé ung er búseta þar eldgömul en landnámsmaðurinn Helgi Bjóla samferðarmaður Ingólfs Arnarsonar reisti sér bæ undir hlíðum Esjunnar að Hofi skv. Landnámu. Grundarhverfi séð úr lofti á góðviðrisdegiSigurður Ólafur Sigurðsson Saga Grundarhverfis nær aftur til 1973 en þá tók að myndast þar þéttbýliskjarni. Forsenda fyrir myndun þéttbýlisins var Klébergsskóli sem var reistur árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og telst vera elsti grunnskóli í Reykjavík sem enn er rekinn undir sama þaki. Það er svo árið 1998 sem Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík og Grundarhverfi og varð eitt af 32 hverfum borgarinnar. En hverfið er fámennt miðað við önnur hverfi borgarinnar. Þjónusta er af skornum skammti og engin eignlegur hverfiskjarni. Fjarlægðir í aðra þjónustukjarna er allnokkur og almenningssamgöngur takmarkaðar. Aðalskipulagið og vistvænt hverfi Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Grundarhverfi er aðalskipulag Reykjavikur 2040. Þar eru lagðar línurnar um framtíðaskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð með sterkum hverfiskjörnum, vistvænum samgöngum og góðu almenningsrými og grænum svæðum. Öll þessi atriði ásamt breytingum á fasteignum eru ávörpuð í skipulagsskilmálum hverfisskipulags. Samhliða vinnu við hverfisskipulagið fer fram vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness eins og þegar hefur komið fram. Samráð Lykilþáttur við vinnu hverfisskipulags er samráð við íbúa og hagaðila. Þessu samráði er skipt í þrjá fasa, sjá skýringarmynd fyrir neðan. Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Í samráðinu er byrjað með autt blað og endað með fullmótað skipulag. Notaðar eru fjölbreyttar samráðsaðferðir til að ná til sem flestra. Fasaskipt samráð hverfisskipulagsHverfisskipulag Reykjavíkur Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa og hagaðila.. Á netsíðu hverfisskipulagsins fyrir Kjalarnes má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Samráðsdagar 29. til 30. apríl Eins og komið hefur fram er íbúðum og hagaðilum í Grundarhverfi og Kjalarnesi boði til samtals um þróun hverfissins og borgarhlutans á samráðsdögum sem fara fram í Klébergsskóla. Þar verður annars vegar fjallað um fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagi Kjalarness og hins vegar um gerð hverfisskipulags fyrir Grundahverfi og nágrenni. Á fyrri degi samráðsins sem hefst kl 17 verða kynningar á endurskoðun á aðalskipulagi og gerð hverfisskiplags. Síðan verða vinnustofur þar sem rætt verður um hvernig sé hægt að efla Grundarhverfi, þróun byggðar í dreifbýlinu, atvinnuþróun og efling atvinnulífs, útivist, náttúruvernd og skógrækt og að lokum samgöngur. Á opnu húsi seinni daginn sem hefst kl 15 verður hægt að koma á framfæri hugmyndum og ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Þar verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skiplagssviði um aðal- og hverfisskiplag, samgöngumál, sorphirðu, umhirðu borgarlandsins og snjómokstur og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einnig verður hægt að ræða við sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði um leik- og grunnskólamál, sérfræðinga frá Velferðarsviði og sérfræðingar frá Menningar og íþróttasviði. Þessir sérfræðingar eru til þess að svara spurningum sem brenna á íbúum en líka til þess að heyra skoðanir þeirra sem nýst geta við aðalmarkmið þessarar vinnu: Að gera gott Grundarhverfi enn betra. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan á Kjalarnesi er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagið varðar. Kæru íbúar. Það borgar sig að láta í sér heyra og taka þátt í samráðinu. Reynslan frá samráðinu í Árbæ, Breiðholi, Háaleiti -Bústöðum og Hlíðum sannar að við hlustum á ykkar sjónarmið. Þess vegna hlökkum við til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð ykkar hverfis. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Arkitektúr Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir. Grundarhverfi og Kjalarnes sé með augum teiknara.Rán Flygenring Ágæti íbúi í Grundarhverfi og nágrenni; Hvernig vilt þú að hverfið þitt þróist og vaxi á næstu árum? Og hvernig er hægt að gera Grundarhverfið enn betra hverfi fyrir þig og fjölskyldu þína? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður velt upp á samráðsdögum í Klébergsskóla á Kjalarnesi dagana 29. til 30. apríl næstkomandi. Þessir samráðsdagar eru til þess að undirbúa endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness og gerð hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni. Byggðin undir Esjuhlíðum Þó byggðin í Grundarhverfi sé ung er búseta þar eldgömul en landnámsmaðurinn Helgi Bjóla samferðarmaður Ingólfs Arnarsonar reisti sér bæ undir hlíðum Esjunnar að Hofi skv. Landnámu. Grundarhverfi séð úr lofti á góðviðrisdegiSigurður Ólafur Sigurðsson Saga Grundarhverfis nær aftur til 1973 en þá tók að myndast þar þéttbýliskjarni. Forsenda fyrir myndun þéttbýlisins var Klébergsskóli sem var reistur árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og telst vera elsti grunnskóli í Reykjavík sem enn er rekinn undir sama þaki. Það er svo árið 1998 sem Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík og Grundarhverfi og varð eitt af 32 hverfum borgarinnar. En hverfið er fámennt miðað við önnur hverfi borgarinnar. Þjónusta er af skornum skammti og engin eignlegur hverfiskjarni. Fjarlægðir í aðra þjónustukjarna er allnokkur og almenningssamgöngur takmarkaðar. Aðalskipulagið og vistvænt hverfi Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Grundarhverfi er aðalskipulag Reykjavikur 2040. Þar eru lagðar línurnar um framtíðaskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð með sterkum hverfiskjörnum, vistvænum samgöngum og góðu almenningsrými og grænum svæðum. Öll þessi atriði ásamt breytingum á fasteignum eru ávörpuð í skipulagsskilmálum hverfisskipulags. Samhliða vinnu við hverfisskipulagið fer fram vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness eins og þegar hefur komið fram. Samráð Lykilþáttur við vinnu hverfisskipulags er samráð við íbúa og hagaðila. Þessu samráði er skipt í þrjá fasa, sjá skýringarmynd fyrir neðan. Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Í samráðinu er byrjað með autt blað og endað með fullmótað skipulag. Notaðar eru fjölbreyttar samráðsaðferðir til að ná til sem flestra. Fasaskipt samráð hverfisskipulagsHverfisskipulag Reykjavíkur Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa og hagaðila.. Á netsíðu hverfisskipulagsins fyrir Kjalarnes má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Samráðsdagar 29. til 30. apríl Eins og komið hefur fram er íbúðum og hagaðilum í Grundarhverfi og Kjalarnesi boði til samtals um þróun hverfissins og borgarhlutans á samráðsdögum sem fara fram í Klébergsskóla. Þar verður annars vegar fjallað um fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagi Kjalarness og hins vegar um gerð hverfisskipulags fyrir Grundahverfi og nágrenni. Á fyrri degi samráðsins sem hefst kl 17 verða kynningar á endurskoðun á aðalskipulagi og gerð hverfisskiplags. Síðan verða vinnustofur þar sem rætt verður um hvernig sé hægt að efla Grundarhverfi, þróun byggðar í dreifbýlinu, atvinnuþróun og efling atvinnulífs, útivist, náttúruvernd og skógrækt og að lokum samgöngur. Á opnu húsi seinni daginn sem hefst kl 15 verður hægt að koma á framfæri hugmyndum og ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Þar verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skiplagssviði um aðal- og hverfisskiplag, samgöngumál, sorphirðu, umhirðu borgarlandsins og snjómokstur og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einnig verður hægt að ræða við sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði um leik- og grunnskólamál, sérfræðinga frá Velferðarsviði og sérfræðingar frá Menningar og íþróttasviði. Þessir sérfræðingar eru til þess að svara spurningum sem brenna á íbúum en líka til þess að heyra skoðanir þeirra sem nýst geta við aðalmarkmið þessarar vinnu: Að gera gott Grundarhverfi enn betra. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan á Kjalarnesi er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagið varðar. Kæru íbúar. Það borgar sig að láta í sér heyra og taka þátt í samráðinu. Reynslan frá samráðinu í Árbæ, Breiðholi, Háaleiti -Bústöðum og Hlíðum sannar að við hlustum á ykkar sjónarmið. Þess vegna hlökkum við til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð ykkar hverfis. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun