Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar 24. apríl 2025 13:00 Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir. Grundarhverfi og Kjalarnes sé með augum teiknara.Rán Flygenring Ágæti íbúi í Grundarhverfi og nágrenni; Hvernig vilt þú að hverfið þitt þróist og vaxi á næstu árum? Og hvernig er hægt að gera Grundarhverfið enn betra hverfi fyrir þig og fjölskyldu þína? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður velt upp á samráðsdögum í Klébergsskóla á Kjalarnesi dagana 29. til 30. apríl næstkomandi. Þessir samráðsdagar eru til þess að undirbúa endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness og gerð hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni. Byggðin undir Esjuhlíðum Þó byggðin í Grundarhverfi sé ung er búseta þar eldgömul en landnámsmaðurinn Helgi Bjóla samferðarmaður Ingólfs Arnarsonar reisti sér bæ undir hlíðum Esjunnar að Hofi skv. Landnámu. Grundarhverfi séð úr lofti á góðviðrisdegiSigurður Ólafur Sigurðsson Saga Grundarhverfis nær aftur til 1973 en þá tók að myndast þar þéttbýliskjarni. Forsenda fyrir myndun þéttbýlisins var Klébergsskóli sem var reistur árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og telst vera elsti grunnskóli í Reykjavík sem enn er rekinn undir sama þaki. Það er svo árið 1998 sem Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík og Grundarhverfi og varð eitt af 32 hverfum borgarinnar. En hverfið er fámennt miðað við önnur hverfi borgarinnar. Þjónusta er af skornum skammti og engin eignlegur hverfiskjarni. Fjarlægðir í aðra þjónustukjarna er allnokkur og almenningssamgöngur takmarkaðar. Aðalskipulagið og vistvænt hverfi Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Grundarhverfi er aðalskipulag Reykjavikur 2040. Þar eru lagðar línurnar um framtíðaskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð með sterkum hverfiskjörnum, vistvænum samgöngum og góðu almenningsrými og grænum svæðum. Öll þessi atriði ásamt breytingum á fasteignum eru ávörpuð í skipulagsskilmálum hverfisskipulags. Samhliða vinnu við hverfisskipulagið fer fram vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness eins og þegar hefur komið fram. Samráð Lykilþáttur við vinnu hverfisskipulags er samráð við íbúa og hagaðila. Þessu samráði er skipt í þrjá fasa, sjá skýringarmynd fyrir neðan. Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Í samráðinu er byrjað með autt blað og endað með fullmótað skipulag. Notaðar eru fjölbreyttar samráðsaðferðir til að ná til sem flestra. Fasaskipt samráð hverfisskipulagsHverfisskipulag Reykjavíkur Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa og hagaðila.. Á netsíðu hverfisskipulagsins fyrir Kjalarnes má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Samráðsdagar 29. til 30. apríl Eins og komið hefur fram er íbúðum og hagaðilum í Grundarhverfi og Kjalarnesi boði til samtals um þróun hverfissins og borgarhlutans á samráðsdögum sem fara fram í Klébergsskóla. Þar verður annars vegar fjallað um fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagi Kjalarness og hins vegar um gerð hverfisskipulags fyrir Grundahverfi og nágrenni. Á fyrri degi samráðsins sem hefst kl 17 verða kynningar á endurskoðun á aðalskipulagi og gerð hverfisskiplags. Síðan verða vinnustofur þar sem rætt verður um hvernig sé hægt að efla Grundarhverfi, þróun byggðar í dreifbýlinu, atvinnuþróun og efling atvinnulífs, útivist, náttúruvernd og skógrækt og að lokum samgöngur. Á opnu húsi seinni daginn sem hefst kl 15 verður hægt að koma á framfæri hugmyndum og ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Þar verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skiplagssviði um aðal- og hverfisskiplag, samgöngumál, sorphirðu, umhirðu borgarlandsins og snjómokstur og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einnig verður hægt að ræða við sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði um leik- og grunnskólamál, sérfræðinga frá Velferðarsviði og sérfræðingar frá Menningar og íþróttasviði. Þessir sérfræðingar eru til þess að svara spurningum sem brenna á íbúum en líka til þess að heyra skoðanir þeirra sem nýst geta við aðalmarkmið þessarar vinnu: Að gera gott Grundarhverfi enn betra. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan á Kjalarnesi er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagið varðar. Kæru íbúar. Það borgar sig að láta í sér heyra og taka þátt í samráðinu. Reynslan frá samráðinu í Árbæ, Breiðholi, Háaleiti -Bústöðum og Hlíðum sannar að við hlustum á ykkar sjónarmið. Þess vegna hlökkum við til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð ykkar hverfis. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Arkitektúr Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir. Grundarhverfi og Kjalarnes sé með augum teiknara.Rán Flygenring Ágæti íbúi í Grundarhverfi og nágrenni; Hvernig vilt þú að hverfið þitt þróist og vaxi á næstu árum? Og hvernig er hægt að gera Grundarhverfið enn betra hverfi fyrir þig og fjölskyldu þína? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður velt upp á samráðsdögum í Klébergsskóla á Kjalarnesi dagana 29. til 30. apríl næstkomandi. Þessir samráðsdagar eru til þess að undirbúa endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness og gerð hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni. Byggðin undir Esjuhlíðum Þó byggðin í Grundarhverfi sé ung er búseta þar eldgömul en landnámsmaðurinn Helgi Bjóla samferðarmaður Ingólfs Arnarsonar reisti sér bæ undir hlíðum Esjunnar að Hofi skv. Landnámu. Grundarhverfi séð úr lofti á góðviðrisdegiSigurður Ólafur Sigurðsson Saga Grundarhverfis nær aftur til 1973 en þá tók að myndast þar þéttbýliskjarni. Forsenda fyrir myndun þéttbýlisins var Klébergsskóli sem var reistur árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og telst vera elsti grunnskóli í Reykjavík sem enn er rekinn undir sama þaki. Það er svo árið 1998 sem Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík og Grundarhverfi og varð eitt af 32 hverfum borgarinnar. En hverfið er fámennt miðað við önnur hverfi borgarinnar. Þjónusta er af skornum skammti og engin eignlegur hverfiskjarni. Fjarlægðir í aðra þjónustukjarna er allnokkur og almenningssamgöngur takmarkaðar. Aðalskipulagið og vistvænt hverfi Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Grundarhverfi er aðalskipulag Reykjavikur 2040. Þar eru lagðar línurnar um framtíðaskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð með sterkum hverfiskjörnum, vistvænum samgöngum og góðu almenningsrými og grænum svæðum. Öll þessi atriði ásamt breytingum á fasteignum eru ávörpuð í skipulagsskilmálum hverfisskipulags. Samhliða vinnu við hverfisskipulagið fer fram vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness eins og þegar hefur komið fram. Samráð Lykilþáttur við vinnu hverfisskipulags er samráð við íbúa og hagaðila. Þessu samráði er skipt í þrjá fasa, sjá skýringarmynd fyrir neðan. Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Í samráðinu er byrjað með autt blað og endað með fullmótað skipulag. Notaðar eru fjölbreyttar samráðsaðferðir til að ná til sem flestra. Fasaskipt samráð hverfisskipulagsHverfisskipulag Reykjavíkur Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa og hagaðila.. Á netsíðu hverfisskipulagsins fyrir Kjalarnes má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Samráðsdagar 29. til 30. apríl Eins og komið hefur fram er íbúðum og hagaðilum í Grundarhverfi og Kjalarnesi boði til samtals um þróun hverfissins og borgarhlutans á samráðsdögum sem fara fram í Klébergsskóla. Þar verður annars vegar fjallað um fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagi Kjalarness og hins vegar um gerð hverfisskipulags fyrir Grundahverfi og nágrenni. Á fyrri degi samráðsins sem hefst kl 17 verða kynningar á endurskoðun á aðalskipulagi og gerð hverfisskiplags. Síðan verða vinnustofur þar sem rætt verður um hvernig sé hægt að efla Grundarhverfi, þróun byggðar í dreifbýlinu, atvinnuþróun og efling atvinnulífs, útivist, náttúruvernd og skógrækt og að lokum samgöngur. Á opnu húsi seinni daginn sem hefst kl 15 verður hægt að koma á framfæri hugmyndum og ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Þar verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skiplagssviði um aðal- og hverfisskiplag, samgöngumál, sorphirðu, umhirðu borgarlandsins og snjómokstur og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einnig verður hægt að ræða við sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði um leik- og grunnskólamál, sérfræðinga frá Velferðarsviði og sérfræðingar frá Menningar og íþróttasviði. Þessir sérfræðingar eru til þess að svara spurningum sem brenna á íbúum en líka til þess að heyra skoðanir þeirra sem nýst geta við aðalmarkmið þessarar vinnu: Að gera gott Grundarhverfi enn betra. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan á Kjalarnesi er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagið varðar. Kæru íbúar. Það borgar sig að láta í sér heyra og taka þátt í samráðinu. Reynslan frá samráðinu í Árbæ, Breiðholi, Háaleiti -Bústöðum og Hlíðum sannar að við hlustum á ykkar sjónarmið. Þess vegna hlökkum við til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð ykkar hverfis. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun