Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar 11. apríl 2025 10:33 Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun