Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 3. apríl 2025 11:01 Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun