Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2025 06:30 Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Námslán Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun