Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2025 06:30 Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Námslán Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar