Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2025 12:31 Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun