Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar 20. mars 2025 10:02 Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Viðar Halldórsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun