Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Óskar Þór Karlsson og Eiríkur Böðvarsson skrifa 6. mars 2025 08:02 Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt. Þessi frásögn á rétt á því að heyrast og að baki hverri sögu eru margar hliðar. Umfram allt berum við sem samfélag ábyrgð á að tryggja að umræða leiði til raunverulegra breytinga og bættrar velferðar fyrir öll börn. Dagný á sannarlega skilið lof fyrir sitt framlag til umræðunnar, sem byggt er bæði á persónulegri reynslu hennar og faglegri starfsþekkingu. Réttlæti í hættu Gagnvart okkur snýst þessi harmleikur fyrst og fremst um Bryndísi Klöru, barnabarnið okkar – hún var augasteinninn okkar, elskuð dóttir, systir, frænka og vinkona, með bjarta framtíð og óteljandi möguleika í greipum sér. Bryndís var manneskja með drauma, vonir og áform en var svipt því öllu á hræðilegan hátt af jafnaldra sínum á Menningarnótt í Reykjavíkurborg. Þegar rætt er um þetta mál, má ekki gleymast að ekkert í aðstæðum gerandans breytir þeirri staðreynd að Bryndís Klara var blásaklaus stúlka sem myrt var á ofbeldisfullan hátt. Aðstæður í lífi gerandans eru óviðkomandi arfleifð Bryndísar Klöru og glímunni sem foreldrar hennar þurfa að etja við sökum sársaukans, sorgar og söknuðar sem fylgir því að missa barn og framtíðina með barni sínu. Þegar samfélagið fjallar um slíkan glæp er mikilvægt að greina kerfislæga veikleika, benda á þá og krefjast úrbóta. Engu að síður má það ekki vera á kostnað þeirra sem þjást í kjölfar glæps. Það er röskun á friðhelgi Bryndísar og okkar sem syrgjum hana, að sakhæfur einstaklingur sem tók líf hennar á hrottafenginn hátt og bíður þess að mál hans hljóti meðferð fyrir dómi, fái notið opinberrar rökræðu meðal almennings um hvaða ytri þættir kunni að hafa stuðlað að glæp hans. Þó að mikilvægt sé að fyrirbyggja framtíðarglæpi með umbótum, má slík opinber umræða aldrei verða til þess að draga úr ásýnd ábyrgðar eða réttlátrar meðferðar og útkomu máls. Brotið samfélag Í gegnum lífsreynslu okkar höfum við séð börn takast á við margvíslegar aðstæður. Sum alast upp við öryggi, en önnur búa við skort og óöryggi. Þrátt fyrir slíkar áskoranir hafa flest börn burði til að velja lífsleið sem byggir á virðingu fyrir öðrum. Engar félagslegar aðstæður réttlæta ákvörðun sakhæfs einstaklings, þó á barnaldri sé, að ráðast gegn lífi og heilsu annarra. Þótt umhverfi og uppvöxtur hafi áhrif á einstakling, verður gerandi að gangast við eigin gjörðum. Hugmyndin um að tilteknar aðstæður geri ofbeldi að líklegri afleiðingu, er ekki aðeins röng heldur einnig lítilsvirðing gagnvart þeim sem glímdu við brotna bernsku án þess að hafa beitt aðra ofbeldi. Samfélagið ber óumdeilanlega ábyrgð á því að tryggja að börn í viðkvæmri stöðu fái þau úrræði sem þau þurfa til að komast út úr vítahring skorts og vanrækslu. Því miður blasir sú hryllilega staðreynd við samfélaginu að tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum. Morð barns á öðru barni er mesta mögulega fórn sem brotið samfélag getur goldið. Réttlæti er hornsteinn Réttlæti þarf að byggjast á því að gerendur sæti ábyrgð, ákvarðanir dómskerfis séu sanngjarnar og í átt að betrun gerenda, og að réttur þolenda sé virtur. Ofbeldisglæpur af þessum toga hefur djúpstæðar samfélagslegar afleiðingar sem ekki má vanmeta. Réttarkerfið verður að tryggja bæði skýrar afleiðingar fyrir þá sem fremja ofbeldi og úrræði fyrir þá sem þjást. Lærdómur samfélags er mikilvægur þáttur í framfylgd réttlætis og þar eru forvarnir grundvallaratriði. Sá þáttur felur í sér aukna menntun um siðferðileg gildi, öflugri stuðning við fjölskyldur í áhættu og tryggingu fyrir því að þolendur hafi greiðan aðgang að sálrænum, lagalegum og félagslegum úrræðum. Réttlæti tryggir þolendum vernd gegn frekari skaða og veitir jafnframt samfélaginu varnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn áframhaldandi hörmungum. Dýrmæt fórn sem kallar á aðgerðir Réttlæti er ekki fullnægt nema þegar það nær til þeirra sem þjást mest - þau sem ekki fá lengur talað fyrir sig sjálf. Okkur ber skylda til að hrópa eftir réttlæti til handa Bryndísi Klöru, því barnabarn okkar var svipt þeirri rödd sinni. Samfélaginu ber skylda til að hlusta og tryggja að saga Bryndísar gleymist ekki heldur verði vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi. Við hvetjum alla – frá stjórnvöldum til almennings – að grípa til aðgerða: herða löggjöf um ábyrgð foreldra, efla forvarnir og úrræði í skólakerfinu og tryggja að þolendur og börn í vanda fái fullnægjandi vernd og stuðning. Við berum sameiginlega ábyrgð á að byggja upp öruggt samfélag þar sem mannréttindi eru virt og ekkert barn þurfi að óttast um líf sitt heldur geti lifað hér á landi, áhyggjulaust í umhverfi sínu. Ofbeldi gegn börnum verður ekki liðið – ekki nú, ekki síðar, aldrei! Lokaorðin eru foreldra Bryndísar, daginn eftir andlát hennar: „Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag! Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“ Með virðingu og von um réttlátara samfélag, ömmur og afar Bryndísar Klöru Ragnheiður Magnúsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Óskar Þór Karlsson og Eiríkur Böðvarsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt. Þessi frásögn á rétt á því að heyrast og að baki hverri sögu eru margar hliðar. Umfram allt berum við sem samfélag ábyrgð á að tryggja að umræða leiði til raunverulegra breytinga og bættrar velferðar fyrir öll börn. Dagný á sannarlega skilið lof fyrir sitt framlag til umræðunnar, sem byggt er bæði á persónulegri reynslu hennar og faglegri starfsþekkingu. Réttlæti í hættu Gagnvart okkur snýst þessi harmleikur fyrst og fremst um Bryndísi Klöru, barnabarnið okkar – hún var augasteinninn okkar, elskuð dóttir, systir, frænka og vinkona, með bjarta framtíð og óteljandi möguleika í greipum sér. Bryndís var manneskja með drauma, vonir og áform en var svipt því öllu á hræðilegan hátt af jafnaldra sínum á Menningarnótt í Reykjavíkurborg. Þegar rætt er um þetta mál, má ekki gleymast að ekkert í aðstæðum gerandans breytir þeirri staðreynd að Bryndís Klara var blásaklaus stúlka sem myrt var á ofbeldisfullan hátt. Aðstæður í lífi gerandans eru óviðkomandi arfleifð Bryndísar Klöru og glímunni sem foreldrar hennar þurfa að etja við sökum sársaukans, sorgar og söknuðar sem fylgir því að missa barn og framtíðina með barni sínu. Þegar samfélagið fjallar um slíkan glæp er mikilvægt að greina kerfislæga veikleika, benda á þá og krefjast úrbóta. Engu að síður má það ekki vera á kostnað þeirra sem þjást í kjölfar glæps. Það er röskun á friðhelgi Bryndísar og okkar sem syrgjum hana, að sakhæfur einstaklingur sem tók líf hennar á hrottafenginn hátt og bíður þess að mál hans hljóti meðferð fyrir dómi, fái notið opinberrar rökræðu meðal almennings um hvaða ytri þættir kunni að hafa stuðlað að glæp hans. Þó að mikilvægt sé að fyrirbyggja framtíðarglæpi með umbótum, má slík opinber umræða aldrei verða til þess að draga úr ásýnd ábyrgðar eða réttlátrar meðferðar og útkomu máls. Brotið samfélag Í gegnum lífsreynslu okkar höfum við séð börn takast á við margvíslegar aðstæður. Sum alast upp við öryggi, en önnur búa við skort og óöryggi. Þrátt fyrir slíkar áskoranir hafa flest börn burði til að velja lífsleið sem byggir á virðingu fyrir öðrum. Engar félagslegar aðstæður réttlæta ákvörðun sakhæfs einstaklings, þó á barnaldri sé, að ráðast gegn lífi og heilsu annarra. Þótt umhverfi og uppvöxtur hafi áhrif á einstakling, verður gerandi að gangast við eigin gjörðum. Hugmyndin um að tilteknar aðstæður geri ofbeldi að líklegri afleiðingu, er ekki aðeins röng heldur einnig lítilsvirðing gagnvart þeim sem glímdu við brotna bernsku án þess að hafa beitt aðra ofbeldi. Samfélagið ber óumdeilanlega ábyrgð á því að tryggja að börn í viðkvæmri stöðu fái þau úrræði sem þau þurfa til að komast út úr vítahring skorts og vanrækslu. Því miður blasir sú hryllilega staðreynd við samfélaginu að tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum. Morð barns á öðru barni er mesta mögulega fórn sem brotið samfélag getur goldið. Réttlæti er hornsteinn Réttlæti þarf að byggjast á því að gerendur sæti ábyrgð, ákvarðanir dómskerfis séu sanngjarnar og í átt að betrun gerenda, og að réttur þolenda sé virtur. Ofbeldisglæpur af þessum toga hefur djúpstæðar samfélagslegar afleiðingar sem ekki má vanmeta. Réttarkerfið verður að tryggja bæði skýrar afleiðingar fyrir þá sem fremja ofbeldi og úrræði fyrir þá sem þjást. Lærdómur samfélags er mikilvægur þáttur í framfylgd réttlætis og þar eru forvarnir grundvallaratriði. Sá þáttur felur í sér aukna menntun um siðferðileg gildi, öflugri stuðning við fjölskyldur í áhættu og tryggingu fyrir því að þolendur hafi greiðan aðgang að sálrænum, lagalegum og félagslegum úrræðum. Réttlæti tryggir þolendum vernd gegn frekari skaða og veitir jafnframt samfélaginu varnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn áframhaldandi hörmungum. Dýrmæt fórn sem kallar á aðgerðir Réttlæti er ekki fullnægt nema þegar það nær til þeirra sem þjást mest - þau sem ekki fá lengur talað fyrir sig sjálf. Okkur ber skylda til að hrópa eftir réttlæti til handa Bryndísi Klöru, því barnabarn okkar var svipt þeirri rödd sinni. Samfélaginu ber skylda til að hlusta og tryggja að saga Bryndísar gleymist ekki heldur verði vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi. Við hvetjum alla – frá stjórnvöldum til almennings – að grípa til aðgerða: herða löggjöf um ábyrgð foreldra, efla forvarnir og úrræði í skólakerfinu og tryggja að þolendur og börn í vanda fái fullnægjandi vernd og stuðning. Við berum sameiginlega ábyrgð á að byggja upp öruggt samfélag þar sem mannréttindi eru virt og ekkert barn þurfi að óttast um líf sitt heldur geti lifað hér á landi, áhyggjulaust í umhverfi sínu. Ofbeldi gegn börnum verður ekki liðið – ekki nú, ekki síðar, aldrei! Lokaorðin eru foreldra Bryndísar, daginn eftir andlát hennar: „Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag! Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“ Með virðingu og von um réttlátara samfélag, ömmur og afar Bryndísar Klöru Ragnheiður Magnúsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Óskar Þór Karlsson og Eiríkur Böðvarsson.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar