Rukkað því fólk hékk í rennunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:31 Langar raðir hafa myndast við komusvæðið vegna bíla sem leggja of lengi í rennunni. Stöð 2 Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt. Flestir kannast við að stoppa í rennunni Við Keflavíkurflugvöll þegar verið er að skutla vinum og vandamönnum á flugvöllinn. Á orgun verður farið að taka gjald þegar stoppað er lengur en fimm mínútur. „Það hefur sem sagt komið í ljós að fólk hefur jafnvel verið að staldra lengur en æskilegt er í rennunni. Það hefur valdið töfum, það er að segja það hafa myndast raðir, og fyrirsjáanlegt að þetta geti truflað viðbragðsaðila ef þeir þurfa að komast að flugstöðinni,“ segir Guðjón Helgason, samskiptastjóri Isavia. Fólk stoppar iðulega í rennunni til að sækja farþega, þrátt fyrir að þangað eigi aðeins að skutla fólki sem er á leið í flug.Stöð 2 Hann segir fjölmarga rekstraraðila hafi kallað eftir því að eitthvað yrði gert til að bregaðst við þessu. Niðurstaðan er sú að fyrstu fimm mínúturnar er frítt að leggja á svæðinu en eftir það kostar hver mínúta 500 krónur. Sólarhringur á svæðinu kostar 50 þúsund. Guðjón segir að 80 prósent þeirra sem fara um rennuna staldri við skemur en fimm mínútur. „Það eru vissulega 20 prósent notenda sem eru þá að nota hana lengur, sem er óæskilegt. Og átta prósent sem eru meira að segja að nota hana í 16-20 mínútur, sem er algjörlega óásættanlegt.“ Þeir sem þurfi aðeins lengri tíma til að komast inn í flugstöðina þurfi ekki að örvænta. „Þá höfum við tekið þá ákvörðun að lengja gjaldfrjálsa tímann á skammtímastæðunum okkar, P2, komumegin við flugstöðina þannig að fólk geti verið lengur og það er farið úr fimmtán mínútum í hálftíma,“ segir Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Bílastæði Tengdar fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. 27. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
Flestir kannast við að stoppa í rennunni Við Keflavíkurflugvöll þegar verið er að skutla vinum og vandamönnum á flugvöllinn. Á orgun verður farið að taka gjald þegar stoppað er lengur en fimm mínútur. „Það hefur sem sagt komið í ljós að fólk hefur jafnvel verið að staldra lengur en æskilegt er í rennunni. Það hefur valdið töfum, það er að segja það hafa myndast raðir, og fyrirsjáanlegt að þetta geti truflað viðbragðsaðila ef þeir þurfa að komast að flugstöðinni,“ segir Guðjón Helgason, samskiptastjóri Isavia. Fólk stoppar iðulega í rennunni til að sækja farþega, þrátt fyrir að þangað eigi aðeins að skutla fólki sem er á leið í flug.Stöð 2 Hann segir fjölmarga rekstraraðila hafi kallað eftir því að eitthvað yrði gert til að bregaðst við þessu. Niðurstaðan er sú að fyrstu fimm mínúturnar er frítt að leggja á svæðinu en eftir það kostar hver mínúta 500 krónur. Sólarhringur á svæðinu kostar 50 þúsund. Guðjón segir að 80 prósent þeirra sem fara um rennuna staldri við skemur en fimm mínútur. „Það eru vissulega 20 prósent notenda sem eru þá að nota hana lengur, sem er óæskilegt. Og átta prósent sem eru meira að segja að nota hana í 16-20 mínútur, sem er algjörlega óásættanlegt.“ Þeir sem þurfi aðeins lengri tíma til að komast inn í flugstöðina þurfi ekki að örvænta. „Þá höfum við tekið þá ákvörðun að lengja gjaldfrjálsa tímann á skammtímastæðunum okkar, P2, komumegin við flugstöðina þannig að fólk geti verið lengur og það er farið úr fimmtán mínútum í hálftíma,“ segir Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Bílastæði Tengdar fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. 27. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. 27. febrúar 2025 14:42