Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar 28. febrúar 2025 10:33 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30 Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ.
Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30
Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun