Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar 28. febrúar 2025 10:33 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30 Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ.
Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30
Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun