Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 11:02 Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fréttir af flugi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun