Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 18:32 Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun