Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 18:32 Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun