Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 13:00 Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun