Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 13:00 Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun