Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 13:00 Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun