Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:01 Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun