Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 10:02 „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður. Þessir karlar Þeir eru ótrúlegir þessir karlar sem skella öllu í uppnám. Karlar sem með fjölbreyttum leiðum vilja fækka börnum á biðlistum eftir leikskólaplássi og karlar sem vilja koma á heimgreiðslum til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og létta þannig undir með fjárhagslegum birgðum foreldra á meðan þeir bíða eftir dagvistun. Karlar sem vilja byggja meira, bæði þétta byggð en líka ryðja nýtt land því það þarf að byggja meira og hraðar. Karlar sem vilja nýtt hverfi í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi og kanna fýsileika þess að ráðast í að skipuleggja byggð á Geldinganesi. Karlar sem vilja bæta þjónustu og samskipti við borgarbúa. Karlar sem telja rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar ekki vera ,,átyllu.” Karlar sem vilja taka til í rekstri borgarinnar vegna þess að þeir vita að það er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarana með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Karlar sem vilja fara betur með skattfé borgarbúa. Karlar sem vilja að fólk hafi raunverulegt val um ferðamáta hvort sem hann er gangandi, hjólandi, í almenningssamgöngum eða á fjölskyldubílnum. Karlar sem vilja bíða með bílastæðastefnuna þar til borgarlína hefur hafið akstur. Karlar sem slíta meirihluta því að þeir átta sig á því að þessi mál falla fyrir daufum eyrum samstarfsflokka. Karlar sem átta sig á því að þolinmæli almennings eftir breytingum er á þrotum. Þessir karlar. Óttalegt vesen. Að slíta meirihluta er ekki léttvæg ákvörðun og svo sannarlega ekki ákvörðun sem einn einstaklingur tekur. Jafnvel þótt að hann sé karlmaður. Þú slítur ekki meirihluta án þess að vera með liðið þitt með þér. En ef það eru karlarnir sem eru með vesen þá hlýt ég að vera ein af þeim. Að taka þátt í meirihlutasamstarfi snerist ekki um að halda í titla eða stóla heldur trúnað við fólkið í borginni og þau verkefni sem okkur eru falin. Orð sem fela í sér smættun á konum í stjórnmálum Þetta snýst heldur ekki um kyn einstaklinganna sem hér um ræðir. Með þessu er ég ekki að segja að ég viti ekki að konur í stjórnmálum hafa lengi átt erfitt uppdráttar á þeim vettvangi og ég þekki vel það mótlæti sem konur upplifa í stjórnmálastarfi. Við í Framsókn viljum ekkert meira en jafnrétti allra kynja - en það að segja að karlarnir séu ,,með vesen og skelli öllu í uppnám” smættir aðra borgarfulltrúa Framsóknar sem eru kvenkyns. Borgarfulltrúa sem vilja taka stærri ákvarðanir en þessi meirihluti var tilbúinn að gera. Borgarbúar eiga einmitt betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður. Þessir karlar Þeir eru ótrúlegir þessir karlar sem skella öllu í uppnám. Karlar sem með fjölbreyttum leiðum vilja fækka börnum á biðlistum eftir leikskólaplássi og karlar sem vilja koma á heimgreiðslum til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og létta þannig undir með fjárhagslegum birgðum foreldra á meðan þeir bíða eftir dagvistun. Karlar sem vilja byggja meira, bæði þétta byggð en líka ryðja nýtt land því það þarf að byggja meira og hraðar. Karlar sem vilja nýtt hverfi í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi og kanna fýsileika þess að ráðast í að skipuleggja byggð á Geldinganesi. Karlar sem vilja bæta þjónustu og samskipti við borgarbúa. Karlar sem telja rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar ekki vera ,,átyllu.” Karlar sem vilja taka til í rekstri borgarinnar vegna þess að þeir vita að það er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarana með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Karlar sem vilja fara betur með skattfé borgarbúa. Karlar sem vilja að fólk hafi raunverulegt val um ferðamáta hvort sem hann er gangandi, hjólandi, í almenningssamgöngum eða á fjölskyldubílnum. Karlar sem vilja bíða með bílastæðastefnuna þar til borgarlína hefur hafið akstur. Karlar sem slíta meirihluta því að þeir átta sig á því að þessi mál falla fyrir daufum eyrum samstarfsflokka. Karlar sem átta sig á því að þolinmæli almennings eftir breytingum er á þrotum. Þessir karlar. Óttalegt vesen. Að slíta meirihluta er ekki léttvæg ákvörðun og svo sannarlega ekki ákvörðun sem einn einstaklingur tekur. Jafnvel þótt að hann sé karlmaður. Þú slítur ekki meirihluta án þess að vera með liðið þitt með þér. En ef það eru karlarnir sem eru með vesen þá hlýt ég að vera ein af þeim. Að taka þátt í meirihlutasamstarfi snerist ekki um að halda í titla eða stóla heldur trúnað við fólkið í borginni og þau verkefni sem okkur eru falin. Orð sem fela í sér smættun á konum í stjórnmálum Þetta snýst heldur ekki um kyn einstaklinganna sem hér um ræðir. Með þessu er ég ekki að segja að ég viti ekki að konur í stjórnmálum hafa lengi átt erfitt uppdráttar á þeim vettvangi og ég þekki vel það mótlæti sem konur upplifa í stjórnmálastarfi. Við í Framsókn viljum ekkert meira en jafnrétti allra kynja - en það að segja að karlarnir séu ,,með vesen og skelli öllu í uppnám” smættir aðra borgarfulltrúa Framsóknar sem eru kvenkyns. Borgarfulltrúa sem vilja taka stærri ákvarðanir en þessi meirihluti var tilbúinn að gera. Borgarbúar eiga einmitt betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun