Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 24. janúar 2025 07:32 Almannarýmið er í eigu stórfyrirtækja og er á samfélagsmiðlum. Líkja má stöðunni við leik án leikreglna, dómara og vallar. Með hverju árinu verður leikurinn flóknari og við eigum sífellt erfiðara með að fylgjast með. Mikilvægt er að halda áfram samtalinu um að erlendir milljarðamæringar setja einhliða leikreglurnar um samfélagslega umræðu sem bæði hefur gríðarleg áhrif á lýðræði og frjálsar kosningar. Samfélagsmiðlar komnir með dagskrárvaldið Eigendur samfélagsmiðla stýra sjálfir algóritmanum sem notaður er á samfélagsmiðlum. Það er algóritminn sem ákveður hvað fólk sér á samfélagsmiðlum. Stundum hefur vægi fréttamiðla verið aukið en á síðustu árum hefur vægi þeirra sífellt minnkað. Þá hefur verið skrúfað niður í pólitískri umræðu en nú hefur Meta aukið sýnileika þeirrar umræðu á öllum miðlum sínum. Allt fer þetta eftir geðþótta þeirra fyrirtækja sem eiga samfélagsmiðlana og leitarvélarnar. Í dag fer því fram umfangsmikil ritstýring á samfélagsmiðlum, fullkomlega óháð því að þeir leyfa nú orðanotkun sem áður var óheimil og hafði meðal annars að leiðarljósi að vernda minnihlutahópa. Lengst af höfðu fjölmiðlar dagskrárvaldið í almannarýminu. Nú hefur dagskrárvaldið að stórum hluta færst inn á samfélagsmiðlana. Komið í veg fyrir kerfisáhættu á fjármálamarkaði en ekki í lýðræðinu Svo dæmi sé tekið er skylt að koma í veg fyrir kerfisáhættu í þeim algóritmum sem notaðir eru á fjármálamörkuðum. Reynsla fyrri ára af fjármálahruni hefur sýnt að setja verður tækninni skorður til verndar samfélaginu. Á hinn bóginn hefur lítið gætt umræðu um þær reglur sem þurfa að gilda um algóritma samfélagsmiðlanna og þá alvarlegu (kerfis)áhættu sem þeir haft á traust, lýðræði og frjálsar kosningar. Þessu til skýringar má nefna eftirfarandi dæmi: · Google hefur síðast liðna tvo mánuði staðið fyrir samfélagstilraun í Evrópu. Um 1% notenda í Danmörku, Belgíu, Hollandi, Króatíu, Grikklandi, Póllandi, Frakklandi og Spáni fá enga hlekki inn á fréttamiðla þegar orð eru slegin inn í leitarvél Google. Þátttakendur í tilrauninni hafa hvorki verið varaðir við né veitt samþykki sitt fyrir þátttöku. Að sögn Google er þetta „tilraunaverkefni“ sem er ætlað að athuga hversu stór hluti af upplýsingum sem notendur leita að koma frá fréttamiðlum. · Stjórnlagadómstóll Rúmeníu ógilti fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi þar sem ekki reyndist unnt að tryggja lögmæti þeirra eftir að upplýsingar frá leyniþjónustunni voru gerðar opinberar. Sýnt var fram á umfangsmikla og víðtæka herferð í aðdraganda kosninganna á TikTok sem mátti rekja til rússneskra stjórnvalda. Aðferðirnar voru þær sömu og notaðar hafa verið í Úkraínu og Moldavíu. Rúmenía, sem er bæði í NATO og Evrópusambandinu, frestaði af þeim sökum forsetakosningunum þar til í mars. Framkvæmdastjórn ESB hefur hafið opinbera rannsókn á TikTok herferðinni sem fór fram án þess að samfélagsmiðillinn gripi inn í. Forsvarsmenn kínverska fyrirtækisins ByteDance sem á TikTok fullyrða að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. · Kosningar í Moldavíu fóru fram í október síðast liðnum. Um 10% kjósenda var mútað í gegnum samfélagsmiðla til að kjósa frambjóðanda sem var hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Greitt var fyrir atkvæðin með rafmynt. Samfélagsmiðlar voru notaðir til að greiða fólki fyrir að valda skemmdum á opinberum byggingum. Efnt var til fjölda gervimótmæla um allt land þar sem fólki var greitt fyrir að taka þátt í mótmælum. Reynt var að villa um fyrir kjósendum með umfangsmikilli upplýsingaóreiðu, m.a. um staðsetningu kjörstaða, auk þess sem sprengjuhótanir bárust á kjörstaði. Samfélagsmiðlar léku aðalhlutverkið í þessum fjölþáttaógnum sem beindust að lýðræðislegum kosningum í fullvalda ríki. Þar sem Moldavía er hvorki í ESB né NATO voru stjórnvöld algerlega berskjölduð gagnvart þessum erlendu afskiptum af kosningum. · Eftir að sonur Bandaríkjaforseta heimsótti Grænland fyrir skemmstu hafa birst falskir notendareikningar þekktra grænlenskra stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum. Einnig hafa falsfréttir sem líta út fyrir að stafa frá grænlenskum fjölmiðlum birst á samfélagsmiðlum. Margt bendir til þess að reynt sé að hafa áhrif á almenning fyrir kosningar sem verða á Grænlandi í vor. Auðsætt er að lítið þarf til að hafa mikil áhrif í svo fámennu ríki, en aðeins 27.000 manns kusu í síðustu kosningum. TikTok talið ógn við þjóðaröryggi Í nágrannaríkjum okkar er miklu meira fjallað um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðislega umræðu, kosningar og þjóðaröryggi. Nýlega tóku gildi lög í Bandaríkjunum sem banna starfsemi TikTok á meðan það er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance og var þverpólitísk samstaða um lagasetninguna. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti lögmæti laganna af þjóðaröryggisástæðum. Gögn benda til þess að kínversk stjórnvöld séu annars vegar að safna viðkvæmum upplýsingum um tugi milljóna Bandaríkjamanna og hins vegar að hafa áhrif á almenningsálitið en hvort tveggja er talin þjóðaröryggisógn. Nú hefur nýr forseti frestað gildistöku laganna tímabundið og alls óvíst hvað verður í framhaldinu. Rétt er að benda á að í þeim Evrópuríkjum sem við berum okkur saman við er opinberum starfsmönnum og stjórnmálamönnum óheimilt af þjóðaröryggisástæðum að hlaða niður TikTok á snjallsíma sem notaðir eru sem vinnutæki. Hér á landi er ekki að finna neinar reglur um notkun samfélagsmiðla í tengslum við þjóðaröryggi. Vera má að það sé vísbending um að við þurfum að auka vitund og fræðslu bæði innan stjórnsýslunnar og meðal almennings um vandann. Við þurfum að læra af reynslu annarra ríkja Allt er breytingum háð. Með tilkomu nútímatækni, þar á meðal samfélagsmiðla og snjallsíma, hafa orðið stórkostlegar breytingar á möguleikum til þess að hafa áhrif á milljarða manna. Áhrif sem hefðbundir fjölmiðlar gátu ekki látið sig dreyma um. Raunar eru vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi kerfisbundið reynt að stjaka þeim til hliðar í því skyni að auka áhrif sín og tekjur á þeirra kostnað. Við getum ekki látið sem ekkert hafi breyst. Andlýðræðisleg öfl hafa haft áhrif á kosningar sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur fyrir bara örfáum árum. Ísland sem lítið lýðræðisríki hlýtur að velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að taka til skoðunar hvort ekki sé rétt að bregðast við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Almannarýmið er í eigu stórfyrirtækja og er á samfélagsmiðlum. Líkja má stöðunni við leik án leikreglna, dómara og vallar. Með hverju árinu verður leikurinn flóknari og við eigum sífellt erfiðara með að fylgjast með. Mikilvægt er að halda áfram samtalinu um að erlendir milljarðamæringar setja einhliða leikreglurnar um samfélagslega umræðu sem bæði hefur gríðarleg áhrif á lýðræði og frjálsar kosningar. Samfélagsmiðlar komnir með dagskrárvaldið Eigendur samfélagsmiðla stýra sjálfir algóritmanum sem notaður er á samfélagsmiðlum. Það er algóritminn sem ákveður hvað fólk sér á samfélagsmiðlum. Stundum hefur vægi fréttamiðla verið aukið en á síðustu árum hefur vægi þeirra sífellt minnkað. Þá hefur verið skrúfað niður í pólitískri umræðu en nú hefur Meta aukið sýnileika þeirrar umræðu á öllum miðlum sínum. Allt fer þetta eftir geðþótta þeirra fyrirtækja sem eiga samfélagsmiðlana og leitarvélarnar. Í dag fer því fram umfangsmikil ritstýring á samfélagsmiðlum, fullkomlega óháð því að þeir leyfa nú orðanotkun sem áður var óheimil og hafði meðal annars að leiðarljósi að vernda minnihlutahópa. Lengst af höfðu fjölmiðlar dagskrárvaldið í almannarýminu. Nú hefur dagskrárvaldið að stórum hluta færst inn á samfélagsmiðlana. Komið í veg fyrir kerfisáhættu á fjármálamarkaði en ekki í lýðræðinu Svo dæmi sé tekið er skylt að koma í veg fyrir kerfisáhættu í þeim algóritmum sem notaðir eru á fjármálamörkuðum. Reynsla fyrri ára af fjármálahruni hefur sýnt að setja verður tækninni skorður til verndar samfélaginu. Á hinn bóginn hefur lítið gætt umræðu um þær reglur sem þurfa að gilda um algóritma samfélagsmiðlanna og þá alvarlegu (kerfis)áhættu sem þeir haft á traust, lýðræði og frjálsar kosningar. Þessu til skýringar má nefna eftirfarandi dæmi: · Google hefur síðast liðna tvo mánuði staðið fyrir samfélagstilraun í Evrópu. Um 1% notenda í Danmörku, Belgíu, Hollandi, Króatíu, Grikklandi, Póllandi, Frakklandi og Spáni fá enga hlekki inn á fréttamiðla þegar orð eru slegin inn í leitarvél Google. Þátttakendur í tilrauninni hafa hvorki verið varaðir við né veitt samþykki sitt fyrir þátttöku. Að sögn Google er þetta „tilraunaverkefni“ sem er ætlað að athuga hversu stór hluti af upplýsingum sem notendur leita að koma frá fréttamiðlum. · Stjórnlagadómstóll Rúmeníu ógilti fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi þar sem ekki reyndist unnt að tryggja lögmæti þeirra eftir að upplýsingar frá leyniþjónustunni voru gerðar opinberar. Sýnt var fram á umfangsmikla og víðtæka herferð í aðdraganda kosninganna á TikTok sem mátti rekja til rússneskra stjórnvalda. Aðferðirnar voru þær sömu og notaðar hafa verið í Úkraínu og Moldavíu. Rúmenía, sem er bæði í NATO og Evrópusambandinu, frestaði af þeim sökum forsetakosningunum þar til í mars. Framkvæmdastjórn ESB hefur hafið opinbera rannsókn á TikTok herferðinni sem fór fram án þess að samfélagsmiðillinn gripi inn í. Forsvarsmenn kínverska fyrirtækisins ByteDance sem á TikTok fullyrða að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. · Kosningar í Moldavíu fóru fram í október síðast liðnum. Um 10% kjósenda var mútað í gegnum samfélagsmiðla til að kjósa frambjóðanda sem var hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Greitt var fyrir atkvæðin með rafmynt. Samfélagsmiðlar voru notaðir til að greiða fólki fyrir að valda skemmdum á opinberum byggingum. Efnt var til fjölda gervimótmæla um allt land þar sem fólki var greitt fyrir að taka þátt í mótmælum. Reynt var að villa um fyrir kjósendum með umfangsmikilli upplýsingaóreiðu, m.a. um staðsetningu kjörstaða, auk þess sem sprengjuhótanir bárust á kjörstaði. Samfélagsmiðlar léku aðalhlutverkið í þessum fjölþáttaógnum sem beindust að lýðræðislegum kosningum í fullvalda ríki. Þar sem Moldavía er hvorki í ESB né NATO voru stjórnvöld algerlega berskjölduð gagnvart þessum erlendu afskiptum af kosningum. · Eftir að sonur Bandaríkjaforseta heimsótti Grænland fyrir skemmstu hafa birst falskir notendareikningar þekktra grænlenskra stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum. Einnig hafa falsfréttir sem líta út fyrir að stafa frá grænlenskum fjölmiðlum birst á samfélagsmiðlum. Margt bendir til þess að reynt sé að hafa áhrif á almenning fyrir kosningar sem verða á Grænlandi í vor. Auðsætt er að lítið þarf til að hafa mikil áhrif í svo fámennu ríki, en aðeins 27.000 manns kusu í síðustu kosningum. TikTok talið ógn við þjóðaröryggi Í nágrannaríkjum okkar er miklu meira fjallað um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðislega umræðu, kosningar og þjóðaröryggi. Nýlega tóku gildi lög í Bandaríkjunum sem banna starfsemi TikTok á meðan það er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance og var þverpólitísk samstaða um lagasetninguna. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti lögmæti laganna af þjóðaröryggisástæðum. Gögn benda til þess að kínversk stjórnvöld séu annars vegar að safna viðkvæmum upplýsingum um tugi milljóna Bandaríkjamanna og hins vegar að hafa áhrif á almenningsálitið en hvort tveggja er talin þjóðaröryggisógn. Nú hefur nýr forseti frestað gildistöku laganna tímabundið og alls óvíst hvað verður í framhaldinu. Rétt er að benda á að í þeim Evrópuríkjum sem við berum okkur saman við er opinberum starfsmönnum og stjórnmálamönnum óheimilt af þjóðaröryggisástæðum að hlaða niður TikTok á snjallsíma sem notaðir eru sem vinnutæki. Hér á landi er ekki að finna neinar reglur um notkun samfélagsmiðla í tengslum við þjóðaröryggi. Vera má að það sé vísbending um að við þurfum að auka vitund og fræðslu bæði innan stjórnsýslunnar og meðal almennings um vandann. Við þurfum að læra af reynslu annarra ríkja Allt er breytingum háð. Með tilkomu nútímatækni, þar á meðal samfélagsmiðla og snjallsíma, hafa orðið stórkostlegar breytingar á möguleikum til þess að hafa áhrif á milljarða manna. Áhrif sem hefðbundir fjölmiðlar gátu ekki látið sig dreyma um. Raunar eru vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi kerfisbundið reynt að stjaka þeim til hliðar í því skyni að auka áhrif sín og tekjur á þeirra kostnað. Við getum ekki látið sem ekkert hafi breyst. Andlýðræðisleg öfl hafa haft áhrif á kosningar sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur fyrir bara örfáum árum. Ísland sem lítið lýðræðisríki hlýtur að velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að taka til skoðunar hvort ekki sé rétt að bregðast við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun