Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar 23. janúar 2025 14:01 Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Arna Magnea Danks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun