Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar 23. janúar 2025 14:01 Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Arna Magnea Danks Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar