Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 08:02 Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Stéttarfélög Skattar og tollar Heilbrigðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun