Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar 6. janúar 2025 11:31 Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun