Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar 27. desember 2024 07:33 Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar