Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar 21. desember 2024 23:32 Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun