Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar 21. desember 2024 23:32 Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun