Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar 7. desember 2024 11:32 Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar