Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar 7. desember 2024 11:32 Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar