Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. desember 2024 16:02 Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingiskosningar 2024 Atvinnurekendur Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun