Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2024 12:23 Segja má að líf ríkisstjórnar Barnier hangi á bláþræði ef fjárlagafrumvarpinu verður ekki breytt. Getty/Remon Haazen Töluverðar líkur eru nú taldar á því að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, á miðvikudag vegna andstöðu við fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar hans. Mikil andstaða er á þinginu gegn ákveðnum þáttum frumvarpsins, ekki síst fjármögnun velferðarmála. Þar stendur meðal annars til að lækka framlög atvinnurekenda og draga úr greiðsluþátttöku hins opinbera í lyfjakostnaði. Meðal þeirra sem hafa mótmælt fjárlagafrumvarpinu eru þingmenn Þjóðfylkingarinnar og þingflokksformaðurinn Marine Le Pen hefur hótað því að grípa til aðgerða ef því verður ekki breytt. Fjármálaráðherrann Laurent Saint-Martin sagði í gær að engar frekari breytingar væru áætlaðar. Le Pen sagði í kjölfarið að yfirlýsingar Saint-Martin hefðu ekki farið framhjá þingmönnum Þjóðfylkingarinnar. Hún krafðist þess í viðtali við La Tribune að Barnier samþykkti að ganga til viðræðna um mögulegar breytingar. „Allt sem herra Barnier þarf að gera er að samþykkja samningaviðræður,“ sagði hún. Ef Barnier finnur ekki meirihluta fyrir frumvarpinu á þinginu er gert ráð fyrir að hann muni grípa til þess sem Frakkar kalla „49.3“, sem er tilvísun í undanþáguákvæði í stjórnarskránni. Það myndi hins vegar leiða til atkvæðagreiðslu um vantraust gegn Barnier, sem myndi aðeins standast ef þingmenn Þjóðfylkingarinnar sitja hjá. Þjóðfylkingin er stærsti flokkurinn á þingi með 140 þingsæti af 577. Ríkisstjórnin hefur varað við því að vantraust gegn Barnier gæti leitt til hækkaðrar ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum. Frakkland Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Mikil andstaða er á þinginu gegn ákveðnum þáttum frumvarpsins, ekki síst fjármögnun velferðarmála. Þar stendur meðal annars til að lækka framlög atvinnurekenda og draga úr greiðsluþátttöku hins opinbera í lyfjakostnaði. Meðal þeirra sem hafa mótmælt fjárlagafrumvarpinu eru þingmenn Þjóðfylkingarinnar og þingflokksformaðurinn Marine Le Pen hefur hótað því að grípa til aðgerða ef því verður ekki breytt. Fjármálaráðherrann Laurent Saint-Martin sagði í gær að engar frekari breytingar væru áætlaðar. Le Pen sagði í kjölfarið að yfirlýsingar Saint-Martin hefðu ekki farið framhjá þingmönnum Þjóðfylkingarinnar. Hún krafðist þess í viðtali við La Tribune að Barnier samþykkti að ganga til viðræðna um mögulegar breytingar. „Allt sem herra Barnier þarf að gera er að samþykkja samningaviðræður,“ sagði hún. Ef Barnier finnur ekki meirihluta fyrir frumvarpinu á þinginu er gert ráð fyrir að hann muni grípa til þess sem Frakkar kalla „49.3“, sem er tilvísun í undanþáguákvæði í stjórnarskránni. Það myndi hins vegar leiða til atkvæðagreiðslu um vantraust gegn Barnier, sem myndi aðeins standast ef þingmenn Þjóðfylkingarinnar sitja hjá. Þjóðfylkingin er stærsti flokkurinn á þingi með 140 þingsæti af 577. Ríkisstjórnin hefur varað við því að vantraust gegn Barnier gæti leitt til hækkaðrar ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum.
Frakkland Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira