Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Frá kvennaverkfalli á Arnarhóli 2023. Vísir/Vilhelm Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennaári. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó. Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira