Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Árni Sæberg skrifar 24. október 2025 11:14 Unga konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands en mun þurfa að halda uppi vörnum í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu. Greint var frá því í gær að þeir Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson hefðu áfrýjað áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Sýkna og skilorð Tvö önnur voru ákærð í málinu. Átján ára karlmaður var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Hann var sakfelldur en ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Ítarlega er fjallað um sýknuna í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli var konan sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Áfrýjar og krefst sakfellingar Í svari við fyrirspurn Vísis segir fulltrúi embættis Ríkissaksóknara að embættið hafi áfrýjað á hendur þeim sakborningi sem var sýknaður og krafist sakfellingar fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/Vilhelm Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara yfir í bifreið, vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fjármuni með ólögmætum hætti. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að þeir Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson hefðu áfrýjað áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Sýkna og skilorð Tvö önnur voru ákærð í málinu. Átján ára karlmaður var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Hann var sakfelldur en ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Ítarlega er fjallað um sýknuna í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli var konan sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Áfrýjar og krefst sakfellingar Í svari við fyrirspurn Vísis segir fulltrúi embættis Ríkissaksóknara að embættið hafi áfrýjað á hendur þeim sakborningi sem var sýknaður og krafist sakfellingar fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/Vilhelm Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara yfir í bifreið, vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fjármuni með ólögmætum hætti.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira