Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar 29. nóvember 2024 16:33 Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar