Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 29. nóvember 2024 15:12 Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun