Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. nóvember 2024 14:22 Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun