Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson og Friðmey Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 13:40 Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Börn og uppeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun