Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:31 Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun