Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:32 Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun