Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:32 Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun