Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar 27. nóvember 2024 10:31 Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun