Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 26. nóvember 2024 14:32 Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun