Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2024 13:01 Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun