Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2024 07:03 Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun