Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:15 Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun