Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:18 Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun