Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar 22. nóvember 2024 17:16 Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samgöngur Borgarlína Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun