Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar 22. nóvember 2024 17:16 Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samgöngur Borgarlína Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun