Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2024 16:03 Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans. Vinnubrögð sem allir þekkja sem vilja fara aðrar leiðir en forherta þéttingastefnu þar sem ekkert raunverulegt samráð á sér stað. Það sást vel á fundinum hvað fulltrúum borgarmeirihlutans var brugðið. Brugðið yfir því að geta ekki farið sínu fram án þess að spyrja kóng eða prest. Sem formaður Bjargs og Blævar íbúðafélaga hef ég bent á, árum saman, að það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaði verður ekki leyst með núverandi þéttingastefnu. Og það verður svo sannarlega ekki leyst í óþökk við íbúa Grafarvogs eða nærliggjandi hverfa. Á vettvangi ASÍ hef ég fundað með stjórnmálaflokkum til að koma hugmyndum og stefnu verkalýðshreyfingarinnar að. Það er jákvætt hvað margir flokkar hafa tekið sér stefnu okkar varðandi bráðaaðgerðir eins og takmörkun á útleigu til ferðamanna og uppbyggingu skammtímahúsnæðis sem við höfum lagt til eftir hugmyndum og þróunarvinnu Bjargs í samstarfi við SG-hús. En þegar ljóst var að flokkarnir sem stjórna borginni ætluðu eingöngu að taka bráðaaðgerðir inn í stefnur sínar en halda áfram á sömu braut þéttingar, sem hefur skapað neyðarástandið að stórum hluta, tók ég ákvörðun um að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins, gagngert til að fylgja eftir húsnæðisstefnu verkalýðshreyfingarinnar sem snýst um að brjóta nýtt land með þjóðarátaki í húsnæðismálum og nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Það er aumt plan að koma með sömu langtímalausnir og sköpuðu það neyðarástandið sem nú ríkir Við höfum kynnt borginni hugmyndir, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að uppbyggingu í Úlfarsárdal, frekar en að þétta í úthverfum, og boðið lausnir á fjármögnun og uppbyggingu innviða samhliða því, með innviðasjóði og mögulegri aðkomu lífeyrissjóða. Já, við höfum boðist til að fjármagna allt til að losa um þann flöskuháls sem skuldastaða og skuldahlutföll eru á sveitarfélögum. Það er bara ekki hlustað og virðist ekki vera nokkur áhugi fyrir því að leysa vandann með raunhæfum og raunverulegum leiðum. Þétting skal það vera, punktur! Ástæðan fyrir okkar áherslu á Úlfarsárdal er að hverfið þarf að stækka til að laða að verslun og þjónustu og til að efla hverfið á allan þann hátt sem einkennir góð úthverfi þar sem hægt er að nálgast alla þjónustu í göngufæri. Önnur ástæða er að ekki verður séð að nokkur heilvita fjárfestir vilji kaupa lóðir, án bílastæða, í Keldnalandi á uppsprengdu verði til að fjármagna Borgarlínu og það blasir við að byrja þarf alla hönnunar og skipulagsvinnu upp á nýtt sem mun seinka uppbyggingu um nokkur ár. Í Keldnalandi er gert ráð fyrir 0,3 bílastæðum á íbúð. Við höfum byggt íbúðir þar sem eru einungis 0,6 bílastæði á íbúð og það veldur endalausri togstreytu og deilum milli íbúa. Hvernig verður ástandið í nær bíllausu hverfi? 6.000 íbúða úthverfi án bílastæða fyrir íbúa eða gesti? Stjórnmálin bera ábyrgðina, ekki bara borgin, ríkið líka og nærsveitarfélög. Bjarg og Blær buðust til að byggja um 280 modular íbúðir á aðeins átta mánuðum, stuttu eftir rýmingarnar í Grindavík. Íbúðaverkefni sem hefur nú þegar sannað gildi sitt og gæði, bæði á Selfossi og Akranesi. Við funduðum ítrekað með ráðherrum og sveitarfélögum en án árangurs. Við værum búin að afhenda þessar íbúðir ef raunverulegur áhugi og áræðni hefði verið til staðar í stjórnmálunum. Nú rúmlega ári seinna höfum við ekki fengið svar frá stjórnsýslunni hvort það sé áhugi á að fara þá leið sem við buðum. Og við buðumst til að gera þetta óhagnaðardrifið. Að berja sér á brjóst yfir því hvað mikið hefur verið byggt og meiri fólksfjölgun eða áhrif atburðanna í Grindavík sé orsök er lúalegt, skammarlegt. Því stjórnmálin vissu í hvað stefndi og hafa vitað það árum saman. Þau hafa einfaldlega ekki brugðist við því sem var fyrirséð. Íbúðafélögin Bjarg og Blær hafa byggt yfir 1.200 íbúðir víðsvegar um landið þó mest á höfuðborgarsvæðinu. Öll verkefnin okkar hafa verið á kostnaðaráætlun og tímaáætlun sem er fáheyrt í íslenskri byggingasögu. Þær mýtur um að ekki sé byggt vegna hárra vaxta og verðbólgu verður að svara í eitt skipti fyrir öll. Bjarg hefur verið með um 200 til 300 íbúðir í byggingaferli á hverjum tíma. Þær voru um 60 talsins í byrjun október. Háir vextir og verðbólga ollu þessum vanda ekki, heldur er var það lóðaskortur. Við eigum nóg fjármagn og stofnstyrki en fáum ekki byggingarhæfar lóðir. Það eina sem stoppar okkur í að vinna niður langa biðlista Bjargs, þar sem tæplega 4.000 einstaklingar og fjölskyldur þrá að komast í fjárhagslegt skjól og öryggi, er lóðaskortur. Nýja félagið okkar Blær er að afhenda fyrstu íbúðirnar um áramótin. En svo verður allt stopp. Ekki vegna hárra vaxta og verðbólgu. Vegna þess að við fáum ekki lóðir og getum ekki byggt hagkvæmt með því að keppa um þær við fjárfesta á uppboði sveitarfélaga. Það er skiljanlegt að verktakar veigri sér við að byggja fleiri íbúðir sem venjulegt fólk hefur hvorki efni á að kaupa né leigja þegar fjárfestar eru farnir að sjá ákveðinn topp á því brjálæði sem einkennt hefur stjórnlausa hækkun íbúðarverðs. Árángur þéttingastefnunnar er því að koma í ljós þegar fjárfestar halda að sér höndum. Rándýrar íbúðir standa nú tómar og óseldar. Og lítið sem ekkert er byggt af íbúðum á viðráðanlegu verði. Það er einnig til marks um algjört þrot í húsnæðimálum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar milli og lágtekjufólk flýr í umvörpum til nærsveitarfélaga, eða úr landi, til að lækka húsnæðiskostnað, eða til þess eins að geta fengið fleiri fermetra eða auka herbergi fyrir börnin. Fólk er tilbúið til að keyra 100 kílómetra á dag, til og frá vinnu, til að komast í efnahagslegt skjól og öryggi. Svo alvarleg er staðan á húsnæðismarkaðnum. Við í Flokki fólksins segjum hingað og ekki lengra! Þó borgin sé það sveitarfélag sem hefur stutt hvað mest við uppbyggingu Bjargs og Blævar getur það aldrei verið ásættanlegt að standa sig best af þeim sem standa sig verst. Við erum að tala um einungis 1.200 íbúðir og 4.000 fjölskyldur á biðlista. Við getum og eigum að gera miklu betur. Við í Flokki fólksins erum tilbúinn að taka skipulagsvaldið með lögum ef ekki verður fallið frá núverandi stefnu í húsnæðismálum. Við erum ekki með plön heldur lausnir sem taka á því neyðarástandi sem nú ríkir, til lengri og skemmri tíma. Lausnir sem eru í sátt við íbúa úthverfa Reykjavíkur. Og lausnir sem taka á húsnæðisvanda landsbyggðarinnar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Flokkur fólksins Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans. Vinnubrögð sem allir þekkja sem vilja fara aðrar leiðir en forherta þéttingastefnu þar sem ekkert raunverulegt samráð á sér stað. Það sást vel á fundinum hvað fulltrúum borgarmeirihlutans var brugðið. Brugðið yfir því að geta ekki farið sínu fram án þess að spyrja kóng eða prest. Sem formaður Bjargs og Blævar íbúðafélaga hef ég bent á, árum saman, að það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaði verður ekki leyst með núverandi þéttingastefnu. Og það verður svo sannarlega ekki leyst í óþökk við íbúa Grafarvogs eða nærliggjandi hverfa. Á vettvangi ASÍ hef ég fundað með stjórnmálaflokkum til að koma hugmyndum og stefnu verkalýðshreyfingarinnar að. Það er jákvætt hvað margir flokkar hafa tekið sér stefnu okkar varðandi bráðaaðgerðir eins og takmörkun á útleigu til ferðamanna og uppbyggingu skammtímahúsnæðis sem við höfum lagt til eftir hugmyndum og þróunarvinnu Bjargs í samstarfi við SG-hús. En þegar ljóst var að flokkarnir sem stjórna borginni ætluðu eingöngu að taka bráðaaðgerðir inn í stefnur sínar en halda áfram á sömu braut þéttingar, sem hefur skapað neyðarástandið að stórum hluta, tók ég ákvörðun um að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins, gagngert til að fylgja eftir húsnæðisstefnu verkalýðshreyfingarinnar sem snýst um að brjóta nýtt land með þjóðarátaki í húsnæðismálum og nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Það er aumt plan að koma með sömu langtímalausnir og sköpuðu það neyðarástandið sem nú ríkir Við höfum kynnt borginni hugmyndir, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að uppbyggingu í Úlfarsárdal, frekar en að þétta í úthverfum, og boðið lausnir á fjármögnun og uppbyggingu innviða samhliða því, með innviðasjóði og mögulegri aðkomu lífeyrissjóða. Já, við höfum boðist til að fjármagna allt til að losa um þann flöskuháls sem skuldastaða og skuldahlutföll eru á sveitarfélögum. Það er bara ekki hlustað og virðist ekki vera nokkur áhugi fyrir því að leysa vandann með raunhæfum og raunverulegum leiðum. Þétting skal það vera, punktur! Ástæðan fyrir okkar áherslu á Úlfarsárdal er að hverfið þarf að stækka til að laða að verslun og þjónustu og til að efla hverfið á allan þann hátt sem einkennir góð úthverfi þar sem hægt er að nálgast alla þjónustu í göngufæri. Önnur ástæða er að ekki verður séð að nokkur heilvita fjárfestir vilji kaupa lóðir, án bílastæða, í Keldnalandi á uppsprengdu verði til að fjármagna Borgarlínu og það blasir við að byrja þarf alla hönnunar og skipulagsvinnu upp á nýtt sem mun seinka uppbyggingu um nokkur ár. Í Keldnalandi er gert ráð fyrir 0,3 bílastæðum á íbúð. Við höfum byggt íbúðir þar sem eru einungis 0,6 bílastæði á íbúð og það veldur endalausri togstreytu og deilum milli íbúa. Hvernig verður ástandið í nær bíllausu hverfi? 6.000 íbúða úthverfi án bílastæða fyrir íbúa eða gesti? Stjórnmálin bera ábyrgðina, ekki bara borgin, ríkið líka og nærsveitarfélög. Bjarg og Blær buðust til að byggja um 280 modular íbúðir á aðeins átta mánuðum, stuttu eftir rýmingarnar í Grindavík. Íbúðaverkefni sem hefur nú þegar sannað gildi sitt og gæði, bæði á Selfossi og Akranesi. Við funduðum ítrekað með ráðherrum og sveitarfélögum en án árangurs. Við værum búin að afhenda þessar íbúðir ef raunverulegur áhugi og áræðni hefði verið til staðar í stjórnmálunum. Nú rúmlega ári seinna höfum við ekki fengið svar frá stjórnsýslunni hvort það sé áhugi á að fara þá leið sem við buðum. Og við buðumst til að gera þetta óhagnaðardrifið. Að berja sér á brjóst yfir því hvað mikið hefur verið byggt og meiri fólksfjölgun eða áhrif atburðanna í Grindavík sé orsök er lúalegt, skammarlegt. Því stjórnmálin vissu í hvað stefndi og hafa vitað það árum saman. Þau hafa einfaldlega ekki brugðist við því sem var fyrirséð. Íbúðafélögin Bjarg og Blær hafa byggt yfir 1.200 íbúðir víðsvegar um landið þó mest á höfuðborgarsvæðinu. Öll verkefnin okkar hafa verið á kostnaðaráætlun og tímaáætlun sem er fáheyrt í íslenskri byggingasögu. Þær mýtur um að ekki sé byggt vegna hárra vaxta og verðbólgu verður að svara í eitt skipti fyrir öll. Bjarg hefur verið með um 200 til 300 íbúðir í byggingaferli á hverjum tíma. Þær voru um 60 talsins í byrjun október. Háir vextir og verðbólga ollu þessum vanda ekki, heldur er var það lóðaskortur. Við eigum nóg fjármagn og stofnstyrki en fáum ekki byggingarhæfar lóðir. Það eina sem stoppar okkur í að vinna niður langa biðlista Bjargs, þar sem tæplega 4.000 einstaklingar og fjölskyldur þrá að komast í fjárhagslegt skjól og öryggi, er lóðaskortur. Nýja félagið okkar Blær er að afhenda fyrstu íbúðirnar um áramótin. En svo verður allt stopp. Ekki vegna hárra vaxta og verðbólgu. Vegna þess að við fáum ekki lóðir og getum ekki byggt hagkvæmt með því að keppa um þær við fjárfesta á uppboði sveitarfélaga. Það er skiljanlegt að verktakar veigri sér við að byggja fleiri íbúðir sem venjulegt fólk hefur hvorki efni á að kaupa né leigja þegar fjárfestar eru farnir að sjá ákveðinn topp á því brjálæði sem einkennt hefur stjórnlausa hækkun íbúðarverðs. Árángur þéttingastefnunnar er því að koma í ljós þegar fjárfestar halda að sér höndum. Rándýrar íbúðir standa nú tómar og óseldar. Og lítið sem ekkert er byggt af íbúðum á viðráðanlegu verði. Það er einnig til marks um algjört þrot í húsnæðimálum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar milli og lágtekjufólk flýr í umvörpum til nærsveitarfélaga, eða úr landi, til að lækka húsnæðiskostnað, eða til þess eins að geta fengið fleiri fermetra eða auka herbergi fyrir börnin. Fólk er tilbúið til að keyra 100 kílómetra á dag, til og frá vinnu, til að komast í efnahagslegt skjól og öryggi. Svo alvarleg er staðan á húsnæðismarkaðnum. Við í Flokki fólksins segjum hingað og ekki lengra! Þó borgin sé það sveitarfélag sem hefur stutt hvað mest við uppbyggingu Bjargs og Blævar getur það aldrei verið ásættanlegt að standa sig best af þeim sem standa sig verst. Við erum að tala um einungis 1.200 íbúðir og 4.000 fjölskyldur á biðlista. Við getum og eigum að gera miklu betur. Við í Flokki fólksins erum tilbúinn að taka skipulagsvaldið með lögum ef ekki verður fallið frá núverandi stefnu í húsnæðismálum. Við erum ekki með plön heldur lausnir sem taka á því neyðarástandi sem nú ríkir, til lengri og skemmri tíma. Lausnir sem eru í sátt við íbúa úthverfa Reykjavíkur. Og lausnir sem taka á húsnæðisvanda landsbyggðarinnar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar