ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. nóvember 2024 06:02 Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og metur Sauðkrækinga og Skagfirðinga almennt mikils. Gott fólk og gegnt. Undantekning er þó á flestu, líka því. Því miður get ég ekki gert mikið með skrif Sauðkrækingsins og Framsóknarþingmannsins Stefáns Vagns Stefánssonar, hér í blaðinu, 18. nóvember. Titillinn var „Fær ESB Ísland í jólagjöf?“ Á þessum skrifum virðist mér, að Stefán Vagn ætti betur heima í Miðflokki. Skrifin eru full af yfirkeyrðri þjóðernishyggju og popúlisma, og, það sem verra er, þá veit Stefán greinilega sáralítið um efnið, ESB, tengsl okkar nú við ríkjasambandið, í gegnum EES-samninginn frá 1994, og, hverju full ESB-aðild myndi breyta. Menn verða að kynna sér mál vel og skilja þau nokkuð, áður en þeir fara að skrifa fjálglegar og hástemmdar greinar um þau í víðlesna miðla. Ábyrgð þingmanna og formanna þingnefnda er þar auðvitað mikil. Fyrir hverju stendur Fjórfrelsið? Fjórfrelsið er veigamikill þáttur í EES-samningnum, sem við gerðum við ESB 1994. Fjórfrelsið tryggir öllum þegnum 30 landa, nú 27-ESB-ríkja og svo Noregi, Lichtenstein og Íslandi, (1) frelsi til að ferðast, setjast að, stunda nám, stunda vinnu, setja upp fyrirtæki, taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fasteign og athafna sig á nánast allan hátt, eins og heimamenn í hverju þessara 30 landa. Hinir þættirnir þrír eru viðskiptalegs eðlis: (2) Einstaklingar og fyrirtæki allra landanna 30 geta óhindrað og frjálst stundað viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki allra hinna ríkjanna, að mestu án nokkurra tolla eða skatta, og gefur þetta vitaskuld þeim, sem slíkt stunda, nánast óendalega möguleika til markaðssetningar og gagnkvæmra viðskiptalegra athafna. Þáttur (3) næst til frelsis með hvers konar þjónustu, og þáttur (4) til bankaviðskipta. Þáttur 4 nýtist okkur ekki, því það hefur enginn evrópskur banki áhuga á bankaviðskiptum hér, meðan hér er (handónýt) króna. Þegar menn rugla saman EES-samningnum og fullri ESB-aðild Það virðist vera, að Stefán Vagn hafi ekki hugmynd um, að Fjórfrelsið, þættir nr. 1 og 2, og það viðskipta-, athafna- og fjárfestingarfrlesi, sem þeir tryggja, bæði íbúum 27 ESB-landa, auk Noregs og Lichtenstein, hér, og okkur Íslendingum í 29 öðrum löndum, hefur verið í gildi í 30 ár, frá því 1994. Stefán Vagn virðist halda, og gengur hann út frá því í sinni greininni, að þetta viðskipta- og fjárfestingarfrelsi útlendinga hér, og okkar sams konar frelsi erlendis, kæmi fyrst með fullri ESB-aðild. Það er nú þegar til staðar, og hefur verið það í 30 ár!! Önnur eins bábila! Stefáni Vagni verður tíðrætt um þann mikla fjársjóð, auðlindir, sem íslenzk orka á að vera. Hann skrifar: „Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi“. Um þetta uppblásna froðusnakk skal þetta sagt: 1.Frelsi til þessara kaupa og athafna, fjárfestinga, eftir því sem íslenzkir aðilar kynnu að hafa áhuga á slíkum viðskiptum, sölu til erlendra aðila, íbúa hinna ríkjanna 29, liggur nú þegar fyrir, hefur gert það í 30 ár, og hefur ekkert meða fulla aðild að ESB að gera! Annað mál er svo það, að yfirvöld verða að leyfa. 2.Framtíðarorka Evrópu og heimsins verður fyrst og fremst sólarorka, vindorka og svo sjávarfallaorka, auk þess, sem einhverjir munu halda sig við kjarnorku. Ekkert af þessu þarf að sækja til Íslands eða Íslendinga. ESB/Evrópa/útlönd hafa enga þörf fyrir né þá áhuga á íslenzkri orku, enda vantar Íslendinga sjálfa nú orku. Hvað vantar upp á fulla ESB-aðild? Það, sem vantar upp á fulla ESB-aðild Íslands, sem ESB-umræðan ætti að snúast um, er aðallega tvennt: A.Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði fyrir Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna norrænnar legu, kallað „noðurslóðalandbúnaður“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. B.Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar þeir sömdu um aðild að ESB 2004, tryggðu sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvell langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Í mínum huga gætu Íslendingar náð svipuðu samkomulagi, þó að fiskimið hér séu stærri og veigameiri, en þau, sem liggja að Möltu. Engin ný ESB-aðildarríki í 12 ár Að lokum skal á það bent, að ESB hefur ekki tekið inn neitt nýtt aðildarríki frá því 2013, þá var Króatía tekin inn, þrátt fyrir að 10 aðildarumsóknir, jafnmargra ríkja, liggi fyrir, sú elzta, umsókn Tyrklands, frá 1987, þar sem ýms aðildarríki vilja tryggja betri samstöðu og samvinnu þeirra ríkja, sem fyrir eru, um ýms grundvallarmál, eins og flóttamannamálin, skiptingu flóttamanna og allt það flókna regluverk, svo og um fyrirkomulag varna ytri landamæra ESB, áður en lengra er haldið með stækkun ríkjasambandsins, upptöku nýrra aðildarríkja. Þannig, að hugmyndir um, að ESB hafi áhuga á Íslandi í jólagjöf, eru út í hött. Auk þess liggur ekkert fyrir um, að Ísland geti fullnægt inntökuskilyrðum ESB nú, eftir m.a. margra ára hallarekstur ríkisins og stórfellda nýja skuldasöfnun. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og metur Sauðkrækinga og Skagfirðinga almennt mikils. Gott fólk og gegnt. Undantekning er þó á flestu, líka því. Því miður get ég ekki gert mikið með skrif Sauðkrækingsins og Framsóknarþingmannsins Stefáns Vagns Stefánssonar, hér í blaðinu, 18. nóvember. Titillinn var „Fær ESB Ísland í jólagjöf?“ Á þessum skrifum virðist mér, að Stefán Vagn ætti betur heima í Miðflokki. Skrifin eru full af yfirkeyrðri þjóðernishyggju og popúlisma, og, það sem verra er, þá veit Stefán greinilega sáralítið um efnið, ESB, tengsl okkar nú við ríkjasambandið, í gegnum EES-samninginn frá 1994, og, hverju full ESB-aðild myndi breyta. Menn verða að kynna sér mál vel og skilja þau nokkuð, áður en þeir fara að skrifa fjálglegar og hástemmdar greinar um þau í víðlesna miðla. Ábyrgð þingmanna og formanna þingnefnda er þar auðvitað mikil. Fyrir hverju stendur Fjórfrelsið? Fjórfrelsið er veigamikill þáttur í EES-samningnum, sem við gerðum við ESB 1994. Fjórfrelsið tryggir öllum þegnum 30 landa, nú 27-ESB-ríkja og svo Noregi, Lichtenstein og Íslandi, (1) frelsi til að ferðast, setjast að, stunda nám, stunda vinnu, setja upp fyrirtæki, taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fasteign og athafna sig á nánast allan hátt, eins og heimamenn í hverju þessara 30 landa. Hinir þættirnir þrír eru viðskiptalegs eðlis: (2) Einstaklingar og fyrirtæki allra landanna 30 geta óhindrað og frjálst stundað viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki allra hinna ríkjanna, að mestu án nokkurra tolla eða skatta, og gefur þetta vitaskuld þeim, sem slíkt stunda, nánast óendalega möguleika til markaðssetningar og gagnkvæmra viðskiptalegra athafna. Þáttur (3) næst til frelsis með hvers konar þjónustu, og þáttur (4) til bankaviðskipta. Þáttur 4 nýtist okkur ekki, því það hefur enginn evrópskur banki áhuga á bankaviðskiptum hér, meðan hér er (handónýt) króna. Þegar menn rugla saman EES-samningnum og fullri ESB-aðild Það virðist vera, að Stefán Vagn hafi ekki hugmynd um, að Fjórfrelsið, þættir nr. 1 og 2, og það viðskipta-, athafna- og fjárfestingarfrlesi, sem þeir tryggja, bæði íbúum 27 ESB-landa, auk Noregs og Lichtenstein, hér, og okkur Íslendingum í 29 öðrum löndum, hefur verið í gildi í 30 ár, frá því 1994. Stefán Vagn virðist halda, og gengur hann út frá því í sinni greininni, að þetta viðskipta- og fjárfestingarfrelsi útlendinga hér, og okkar sams konar frelsi erlendis, kæmi fyrst með fullri ESB-aðild. Það er nú þegar til staðar, og hefur verið það í 30 ár!! Önnur eins bábila! Stefáni Vagni verður tíðrætt um þann mikla fjársjóð, auðlindir, sem íslenzk orka á að vera. Hann skrifar: „Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi“. Um þetta uppblásna froðusnakk skal þetta sagt: 1.Frelsi til þessara kaupa og athafna, fjárfestinga, eftir því sem íslenzkir aðilar kynnu að hafa áhuga á slíkum viðskiptum, sölu til erlendra aðila, íbúa hinna ríkjanna 29, liggur nú þegar fyrir, hefur gert það í 30 ár, og hefur ekkert meða fulla aðild að ESB að gera! Annað mál er svo það, að yfirvöld verða að leyfa. 2.Framtíðarorka Evrópu og heimsins verður fyrst og fremst sólarorka, vindorka og svo sjávarfallaorka, auk þess, sem einhverjir munu halda sig við kjarnorku. Ekkert af þessu þarf að sækja til Íslands eða Íslendinga. ESB/Evrópa/útlönd hafa enga þörf fyrir né þá áhuga á íslenzkri orku, enda vantar Íslendinga sjálfa nú orku. Hvað vantar upp á fulla ESB-aðild? Það, sem vantar upp á fulla ESB-aðild Íslands, sem ESB-umræðan ætti að snúast um, er aðallega tvennt: A.Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði fyrir Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna norrænnar legu, kallað „noðurslóðalandbúnaður“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. B.Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar þeir sömdu um aðild að ESB 2004, tryggðu sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvell langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Í mínum huga gætu Íslendingar náð svipuðu samkomulagi, þó að fiskimið hér séu stærri og veigameiri, en þau, sem liggja að Möltu. Engin ný ESB-aðildarríki í 12 ár Að lokum skal á það bent, að ESB hefur ekki tekið inn neitt nýtt aðildarríki frá því 2013, þá var Króatía tekin inn, þrátt fyrir að 10 aðildarumsóknir, jafnmargra ríkja, liggi fyrir, sú elzta, umsókn Tyrklands, frá 1987, þar sem ýms aðildarríki vilja tryggja betri samstöðu og samvinnu þeirra ríkja, sem fyrir eru, um ýms grundvallarmál, eins og flóttamannamálin, skiptingu flóttamanna og allt það flókna regluverk, svo og um fyrirkomulag varna ytri landamæra ESB, áður en lengra er haldið með stækkun ríkjasambandsins, upptöku nýrra aðildarríkja. Þannig, að hugmyndir um, að ESB hafi áhuga á Íslandi í jólagjöf, eru út í hött. Auk þess liggur ekkert fyrir um, að Ísland geti fullnægt inntökuskilyrðum ESB nú, eftir m.a. margra ára hallarekstur ríkisins og stórfellda nýja skuldasöfnun. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar