„Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2024 08:02 Á vefsíðu Skattsins þar sem fjallað er um dánarbú segir meðal annars: „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans.“ Fyrr má nú vera, en þessi setning segir þó aðeins hálfa söguna og er ekki fyllilega lýsandi fyrir raunveruleikann. Líkt og vitað er renna eignir látinna einstaklinga til erfingja sem þurfa svo að standa skil á 10 prósent erfðafjárskatti af eignum hins látna. Allir þekkja hin góðu og gildu rök gegn erfðafjárskatti – ósanngjarnt er að skattleggja fjármuni sem áður hafa sætt skattlagningu, jafnvel margoft. Einn frambjóðenda Pírata kvað sér máls í morgunsárið á miðvikudag og sagði að tillögur Sjálfstæðisflokksins um helmingun skattprósentu erfðafjárskatts og hækkun frítekjumarks í 20 milljónir króna, myndu helst gagnast hinum efnamestu. Sami frambjóðandi hafnar því að um margfalda skattlagningu sé að ræða, án þess þó að rökstyðja það frekar. Nefnir Píratinn verðbréfasöfn sem dæmi um eignir sem geta hækkað í verði og gengið í arf. Þrátt fyrir að eigandi verðbréfasafns falli frá þá sleppa erfingjar slíks safns ekki undan greiðslu fjármagnstekjuskatts, ef hagnaður er innleystur. Sá fjármagnstekjuskattur sem þá kemur til greiðslu bætist því við erfðafjárskatt. Á því leikur enginn vafi. Í grein Píratans virðist jafnframt gefið í skyn að erfðafjárskattur sé nauðsynlegt tæki gagnvart þeim aldrei innleystu hagnað af sínum fjárfestingum áður en þeir létu lífið. Minnir þetta á stefnu Samfylkingarinnar í Noregi sem leiddi nýverið í lög skatta á óinnleystan gengishagnað. Það hafði í för með sér landflótta í stórum stíl, einkum af hálfu stofnenda nýsköpunarfyrirtækja. Við skulum ekki leika þann leik eftir hér á landi. Frambjóðandi Pírata sakar Sjálfstæðisflokkinn um að kasta ryki í augu fólks með tillögum sínum um breytingar á erfðafjárskatti. Þær séu helst til þess fallnar að gagnast efnameira fólki. En ólíkt því sem Píratinn heldur fram, myndi sú breyting öðru fremur koma langstærstum hluta landsmanna að mestu gagni. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á þingi á árinu 2018 kom fram að meðalfjárhæð arfs á árunum 2010-2017 hefði haldist nokkuð stöðug á bilinu 2,5 – 3 milljónir króna, en gera má ráð fyrir að sú fjárhæð hafi hækkað síðan þá, samfara hækkunum á allflestum eignamörkuðum, sér í lagi fasteignum. Hækkun frítekjumarks erfðafjárskatts er því eðlileg ráðstöfun samfara hækkandi eignaverði, því annars á sér stað óþörf og ósanngjörn skattahækkun eftir því sem tíminn líður. Skattbyrði dæmigerðs dánarbús lækkar um nærri tvo þriðju Sé litið til nýlegra gagna Hagstofunnar má sjá að hrein eign þeirra landsmanna sem komnir voru á eftirlaunaaldur var um 71 milljón að miðgildi á síðasta ári. Þarna er um að ræða þann meginþorra, fullorðinna landsmanna sem hefur að lokinni starfsævi farið langt með, eða lokið við, að greiða upp fasteignalán og býr yfir sparnaði. Skattbyrði dánarbús sem samanstendur af hreinni eign upp á 71 milljón króna myndi lækka úr um 6,5 milljónum í ríflega 2,5 milljónir, ef tillögur Sjálfstæðisflokksins ná fram að ganga. Fyrir venjulegt og vinnandi fólk sem fær það verkefni í hendurnar að skipta upp dánarbúi með öðrum erfingjum munar sannarlega um þessar fjórar milljónir. Skattbyrðin lækkar um nærri 62 prósent, sé miðað við ofangreinda miðgildiseign og það dánarbú sem slík eign myndar. Skattalækkunin minnkar svo eftir því sem verðmæti eigna dánarbús hækkar, enda dregur þá úr hlutfallslegu vægi frítekjumarksins. Að sama skapi verða eignaminni dánarbú gerð nánast eða alveg skattfrjáls með hækkun frítekjumarks í 20 milljónir. Drögum til baka hækkanir Það skyldi svo ekki gleymast að vinstristjórnin sem réð ríkjum 2009 til 2013 hækkaði erfðafjárskatt úr 5 í 10 prósent. Löngu tímabært er að vinda ofan af þeirri vondu breytingu. Flestir eru eflaust á þeirri skoðun að hinn ósanngjarni erfðafjárskattur (sem skapar lítið brot af tekjum ríkissjóðs, innan við eitt prósent) skuli afnuminn með öllu. En tillögur Sjálfstæðisflokksins fela í sér áhrifaríka breytingu í rétta átt. Grein Píratans ber með sér gamalkunnugt mælskubragð vinstrimanna – að ýta undir tortryggni í garð samborgara sinna til að réttlæta meiri skattheimtu frekar en minni. Það er Píratinn sem kastar ryki í augu fólks með skrifum sínum. Að sama skapi afhjúpar greinin endanlega að Píratar eru ekkert annað – og ekkert öðruvísi – en aðrir teknókratískir vinstriflokkar af gamla skólanum sem tala fyrir boðum, bönnum og sköttum. Höfundur er hagfræðingur og skipar 11.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Þórður Gunnarsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á vefsíðu Skattsins þar sem fjallað er um dánarbú segir meðal annars: „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans.“ Fyrr má nú vera, en þessi setning segir þó aðeins hálfa söguna og er ekki fyllilega lýsandi fyrir raunveruleikann. Líkt og vitað er renna eignir látinna einstaklinga til erfingja sem þurfa svo að standa skil á 10 prósent erfðafjárskatti af eignum hins látna. Allir þekkja hin góðu og gildu rök gegn erfðafjárskatti – ósanngjarnt er að skattleggja fjármuni sem áður hafa sætt skattlagningu, jafnvel margoft. Einn frambjóðenda Pírata kvað sér máls í morgunsárið á miðvikudag og sagði að tillögur Sjálfstæðisflokksins um helmingun skattprósentu erfðafjárskatts og hækkun frítekjumarks í 20 milljónir króna, myndu helst gagnast hinum efnamestu. Sami frambjóðandi hafnar því að um margfalda skattlagningu sé að ræða, án þess þó að rökstyðja það frekar. Nefnir Píratinn verðbréfasöfn sem dæmi um eignir sem geta hækkað í verði og gengið í arf. Þrátt fyrir að eigandi verðbréfasafns falli frá þá sleppa erfingjar slíks safns ekki undan greiðslu fjármagnstekjuskatts, ef hagnaður er innleystur. Sá fjármagnstekjuskattur sem þá kemur til greiðslu bætist því við erfðafjárskatt. Á því leikur enginn vafi. Í grein Píratans virðist jafnframt gefið í skyn að erfðafjárskattur sé nauðsynlegt tæki gagnvart þeim aldrei innleystu hagnað af sínum fjárfestingum áður en þeir létu lífið. Minnir þetta á stefnu Samfylkingarinnar í Noregi sem leiddi nýverið í lög skatta á óinnleystan gengishagnað. Það hafði í för með sér landflótta í stórum stíl, einkum af hálfu stofnenda nýsköpunarfyrirtækja. Við skulum ekki leika þann leik eftir hér á landi. Frambjóðandi Pírata sakar Sjálfstæðisflokkinn um að kasta ryki í augu fólks með tillögum sínum um breytingar á erfðafjárskatti. Þær séu helst til þess fallnar að gagnast efnameira fólki. En ólíkt því sem Píratinn heldur fram, myndi sú breyting öðru fremur koma langstærstum hluta landsmanna að mestu gagni. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á þingi á árinu 2018 kom fram að meðalfjárhæð arfs á árunum 2010-2017 hefði haldist nokkuð stöðug á bilinu 2,5 – 3 milljónir króna, en gera má ráð fyrir að sú fjárhæð hafi hækkað síðan þá, samfara hækkunum á allflestum eignamörkuðum, sér í lagi fasteignum. Hækkun frítekjumarks erfðafjárskatts er því eðlileg ráðstöfun samfara hækkandi eignaverði, því annars á sér stað óþörf og ósanngjörn skattahækkun eftir því sem tíminn líður. Skattbyrði dæmigerðs dánarbús lækkar um nærri tvo þriðju Sé litið til nýlegra gagna Hagstofunnar má sjá að hrein eign þeirra landsmanna sem komnir voru á eftirlaunaaldur var um 71 milljón að miðgildi á síðasta ári. Þarna er um að ræða þann meginþorra, fullorðinna landsmanna sem hefur að lokinni starfsævi farið langt með, eða lokið við, að greiða upp fasteignalán og býr yfir sparnaði. Skattbyrði dánarbús sem samanstendur af hreinni eign upp á 71 milljón króna myndi lækka úr um 6,5 milljónum í ríflega 2,5 milljónir, ef tillögur Sjálfstæðisflokksins ná fram að ganga. Fyrir venjulegt og vinnandi fólk sem fær það verkefni í hendurnar að skipta upp dánarbúi með öðrum erfingjum munar sannarlega um þessar fjórar milljónir. Skattbyrðin lækkar um nærri 62 prósent, sé miðað við ofangreinda miðgildiseign og það dánarbú sem slík eign myndar. Skattalækkunin minnkar svo eftir því sem verðmæti eigna dánarbús hækkar, enda dregur þá úr hlutfallslegu vægi frítekjumarksins. Að sama skapi verða eignaminni dánarbú gerð nánast eða alveg skattfrjáls með hækkun frítekjumarks í 20 milljónir. Drögum til baka hækkanir Það skyldi svo ekki gleymast að vinstristjórnin sem réð ríkjum 2009 til 2013 hækkaði erfðafjárskatt úr 5 í 10 prósent. Löngu tímabært er að vinda ofan af þeirri vondu breytingu. Flestir eru eflaust á þeirri skoðun að hinn ósanngjarni erfðafjárskattur (sem skapar lítið brot af tekjum ríkissjóðs, innan við eitt prósent) skuli afnuminn með öllu. En tillögur Sjálfstæðisflokksins fela í sér áhrifaríka breytingu í rétta átt. Grein Píratans ber með sér gamalkunnugt mælskubragð vinstrimanna – að ýta undir tortryggni í garð samborgara sinna til að réttlæta meiri skattheimtu frekar en minni. Það er Píratinn sem kastar ryki í augu fólks með skrifum sínum. Að sama skapi afhjúpar greinin endanlega að Píratar eru ekkert annað – og ekkert öðruvísi – en aðrir teknókratískir vinstriflokkar af gamla skólanum sem tala fyrir boðum, bönnum og sköttum. Höfundur er hagfræðingur og skipar 11.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun