Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar 22. nóvember 2024 13:32 Einhvern veginn var voða margt bannað á sokkabandsárum þess sem hér lemur lyklaborð. Samt hafði þegar átt sér stað mikil frelsisvæðing frá því á haftaárunum þegar „skömmtun“ var lykilhugtak og aðgangur að gæðum vel varðveittur, oft fyrir augljósa sérhagsmuni. Sumir fengu lán til að byggja húsnæði í hinum nýju hverfum, jafnvel ríkuleg sem fuðruðu upp í verðbólgubáli þeirra daga. Aðrir stóðu norpandi í biðröð með víxil undir hendinni sem vonast var til að útibústjóri skrifaði upp á, kannski út á flokksskírteini eða vensl. Þetta hefur verið agalegur tími fyrir ungar barnafjölskyldur sem hafa lifað milli vonar og ótta um efnhag heimilisins. Því miður hefur sigið á ógæfuhliðina í húsnæðismálum hálfri öld síðar svo enginn skilur eiginlega hvað fór úrskeiðis. Eftir niðursveiflu Covid tímabilsins tók við verðbólga af þeirri stærðargráðu að minnti á gömlu, vondu dagana þegar krónan var ekki gjaldgeng til gjaldeyriskaupa og vextir af lánum ruku upp. Tilraun til að hafa þetta öðruvisi mistókst herfilega og falleinkuninn var endanlega þegar Seðlabankinn réði unga fólkinu því að leita aftur í verðtryggðu „Íslandslánin“ sem höfðu verið alræmd vegna vaxtaokurs til lengri tíma. Það mun taka sinn tíma að sleikja sárin eftir að greiðslubyrði á nafnvaxtalánum tvöfaldaðist nánast og allar forsendur greiðslumats fuku út í veður og vind. Á þessum tíma var ekki sjálfsagt að miðstéttin héldi í skemmtireisur, sumarfrí, helgarferðir og tásuveður á Tene, kannski mörgum sinnum á ári. En það var þó flogið á Kaupmannahöfn reglulega og Lúxembúrg, þótt kannski ætti enginn beinlínis erindi þangað. Við heimkomu kárnaði gamanið ef eitthvað bitastætt hafði verið keypt, og var þar blessaða áfengið enn í brennidepli eins og svo oft á landinu bláa. Inn að tollafgreiðslunni myndaðist þráfaldlega löng röð þar sem tollverðir ríkisins veltu gaumgæfilega fyrir sér varningi sem stundum var kominn alla leið frá sólarströnd á Spáni. Það greiddist þó heldur úr flækjunni þegar tekin var upp tilskipun, eins og þekktist í ríkjunum á meginlandi Evrópu, sem virtist láta sér furðulega létt í rúmi liggja að skoða ofan í ferðatöskur túristana. Græn og rauð hlið tóku nú í meginatriðum við af hinum knáu og stundum söngelsku tollvörðum. Það bar þó alltaf reglulega vel í veiði. Sérstaklega þegar einhver delinkventinn hugðist með ósvífnu göngulagi ætla að stika í gegnum græna hliðið með fríhafnarpoka frá „Kastrup“. Komust yfirvöld þarna í feitt, í orðsins fyllstu merkingu. Lifrarkæfa grófhökkuð, osturinn knái „Gamle Ole“ og dönsk salamí, drottning unnu kjötvörunnar. Sú sem gripin var með bleiku pulsuna með öllum fituklessunum hvítu mátti sjá hana tekna til hliðar og kyngja sekt upp á ríflega sjöhundruð krónur íslenskar að núvirði. Var það mjög neyðarlegt að vera tekin til hliðar af tollvörðum eins og hver annar glæpamaður. Fyrir ferðalangana gilti í raun að hver einasti þeirra gat hugsanlega verið að smygla þannig að „sekur fundinn þar til sakleysi var sannað“, átti hér ágætlega við. Nokkrum árum síðar vakti furðu þegar þessi varningur fékkst allt í einu í stórverslunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þrátt fyrir áhættuna, sem þarna var tekin, urðu ekki mikil veikindi að því er vitað er á „Dönskum dögum“ í Hagkaupum, hin síðari ár, né heldur þótt leyfður yrði innflutningur á stórhættulegum kjúklingum í framhaldinu. Í vitundarvakningu um heilsu og lífsstíl hefur orðið til kynslóð sem leggur sér varla kjöt til munns og á þetta ekki síst við um ungu kynslóðina. Brokkolí, laukar, papríka og jafnvel eggaldin komið alla leið frá Marokkó hafa nú haslað sér freklegan völl í grænmetisdeildinni. En þó eru yfirvöld ekki alveg búin að firra sig allri ábyrgð. Sveppir, franskar kartöflur og melónur fást nú með smá vörugjöldum, bara pínu pons eins og í þá gömlu góðu daga. Þriðjungs vörugjald reiknast ofan á sætar kartöflur sem mörlandinn er orðinn sólginn í, sennilega svona bara til öryggis, þótt þær séu ekki framleiddar hér á landi og enginn til að vernda. En allur er varinn vitaskuld góður. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Einhvern veginn var voða margt bannað á sokkabandsárum þess sem hér lemur lyklaborð. Samt hafði þegar átt sér stað mikil frelsisvæðing frá því á haftaárunum þegar „skömmtun“ var lykilhugtak og aðgangur að gæðum vel varðveittur, oft fyrir augljósa sérhagsmuni. Sumir fengu lán til að byggja húsnæði í hinum nýju hverfum, jafnvel ríkuleg sem fuðruðu upp í verðbólgubáli þeirra daga. Aðrir stóðu norpandi í biðröð með víxil undir hendinni sem vonast var til að útibústjóri skrifaði upp á, kannski út á flokksskírteini eða vensl. Þetta hefur verið agalegur tími fyrir ungar barnafjölskyldur sem hafa lifað milli vonar og ótta um efnhag heimilisins. Því miður hefur sigið á ógæfuhliðina í húsnæðismálum hálfri öld síðar svo enginn skilur eiginlega hvað fór úrskeiðis. Eftir niðursveiflu Covid tímabilsins tók við verðbólga af þeirri stærðargráðu að minnti á gömlu, vondu dagana þegar krónan var ekki gjaldgeng til gjaldeyriskaupa og vextir af lánum ruku upp. Tilraun til að hafa þetta öðruvisi mistókst herfilega og falleinkuninn var endanlega þegar Seðlabankinn réði unga fólkinu því að leita aftur í verðtryggðu „Íslandslánin“ sem höfðu verið alræmd vegna vaxtaokurs til lengri tíma. Það mun taka sinn tíma að sleikja sárin eftir að greiðslubyrði á nafnvaxtalánum tvöfaldaðist nánast og allar forsendur greiðslumats fuku út í veður og vind. Á þessum tíma var ekki sjálfsagt að miðstéttin héldi í skemmtireisur, sumarfrí, helgarferðir og tásuveður á Tene, kannski mörgum sinnum á ári. En það var þó flogið á Kaupmannahöfn reglulega og Lúxembúrg, þótt kannski ætti enginn beinlínis erindi þangað. Við heimkomu kárnaði gamanið ef eitthvað bitastætt hafði verið keypt, og var þar blessaða áfengið enn í brennidepli eins og svo oft á landinu bláa. Inn að tollafgreiðslunni myndaðist þráfaldlega löng röð þar sem tollverðir ríkisins veltu gaumgæfilega fyrir sér varningi sem stundum var kominn alla leið frá sólarströnd á Spáni. Það greiddist þó heldur úr flækjunni þegar tekin var upp tilskipun, eins og þekktist í ríkjunum á meginlandi Evrópu, sem virtist láta sér furðulega létt í rúmi liggja að skoða ofan í ferðatöskur túristana. Græn og rauð hlið tóku nú í meginatriðum við af hinum knáu og stundum söngelsku tollvörðum. Það bar þó alltaf reglulega vel í veiði. Sérstaklega þegar einhver delinkventinn hugðist með ósvífnu göngulagi ætla að stika í gegnum græna hliðið með fríhafnarpoka frá „Kastrup“. Komust yfirvöld þarna í feitt, í orðsins fyllstu merkingu. Lifrarkæfa grófhökkuð, osturinn knái „Gamle Ole“ og dönsk salamí, drottning unnu kjötvörunnar. Sú sem gripin var með bleiku pulsuna með öllum fituklessunum hvítu mátti sjá hana tekna til hliðar og kyngja sekt upp á ríflega sjöhundruð krónur íslenskar að núvirði. Var það mjög neyðarlegt að vera tekin til hliðar af tollvörðum eins og hver annar glæpamaður. Fyrir ferðalangana gilti í raun að hver einasti þeirra gat hugsanlega verið að smygla þannig að „sekur fundinn þar til sakleysi var sannað“, átti hér ágætlega við. Nokkrum árum síðar vakti furðu þegar þessi varningur fékkst allt í einu í stórverslunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þrátt fyrir áhættuna, sem þarna var tekin, urðu ekki mikil veikindi að því er vitað er á „Dönskum dögum“ í Hagkaupum, hin síðari ár, né heldur þótt leyfður yrði innflutningur á stórhættulegum kjúklingum í framhaldinu. Í vitundarvakningu um heilsu og lífsstíl hefur orðið til kynslóð sem leggur sér varla kjöt til munns og á þetta ekki síst við um ungu kynslóðina. Brokkolí, laukar, papríka og jafnvel eggaldin komið alla leið frá Marokkó hafa nú haslað sér freklegan völl í grænmetisdeildinni. En þó eru yfirvöld ekki alveg búin að firra sig allri ábyrgð. Sveppir, franskar kartöflur og melónur fást nú með smá vörugjöldum, bara pínu pons eins og í þá gömlu góðu daga. Þriðjungs vörugjald reiknast ofan á sætar kartöflur sem mörlandinn er orðinn sólginn í, sennilega svona bara til öryggis, þótt þær séu ekki framleiddar hér á landi og enginn til að vernda. En allur er varinn vitaskuld góður. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun