Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar 21. nóvember 2024 13:30 Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun